Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2025 11:29 Anutin Charnvirakul og Hun Manet, forsætisráðherrar Taílands og Kambódíu á ASEAN-ráðstefnunni í október. AP/Mark Schiefelbein Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. „Eftir það sem þeir hafa gert okkar, þá verða engar viðræður,“ sagði ráðherrann. Forseti herforingjaráðs Taílands sagði einnig í morgun að markmið taílenska hersins væri að gera út af við hernaðargetu Kambódíumanna til langs tíma. Prime Minister Anutin Charnvirakul today dismissed the possibility of immediate negotiations with Cambodia, as a senior Thai military general said the Thai army aims to disable Cambodia’s military capability “for a long time.”“With what they have done to us, there will not be… pic.twitter.com/UKrx0WAFv6— Thai PBS World (@ThaiPBSWorld) December 8, 2025 Átök milli Taílands og Kambódíu brutust aftur út í gær en síðast kom til átaka milli ríkjanna í sumar. Ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Anutin var spurður í dag, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Taílands, að því hvort hann hefði rætt við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu eða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðan átökin brutust út á nýjan leik í gær. Þeir tveir komu að því að binda enda á síðustu átök milli ríkjanna fyrr í haust. Taílendingar riftu þó friðarsamkomulaginu í nóvember, þegar fjórir taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk nærri landamærunum. Forsætisráðherrann, sem tók við embætti í september, sagðist ekki hafa rætt við Trump eða Anwar. Átökin væru milli Taílands og Kambódíu. Taílendingar hafa sakað Kambódíumenn um að hefja skothríð yfir landamærin en ráðamenn í Kambódíu þvertaka fyrir það. Sjá einnig: Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Anutin sagði einnig, samkvæmt Ríkisútvarpi Taílands, að mikilvægt væri að bregðast við þessum meintu árásum Kambódíumanna til að sýna fram á að þeir hefðu ekki átt að ógna fullveldi Taílands. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í Kambódíu vegna árása frá Taílandi.AP/AKP Með mikla yfirburði á blaði Ummæli forsætisráðherrans og herforingjans gefa ekki til kynna að Taílendingar hafi áhuga á friðarviðræðum að svo stöddu. Taílendingar hafa verið að gera loftárásir í Kambódíu í dag en hernaðarlegir yfirburðir þeirra gagnvart nágrönnum þeirra eru töluverðir. Í það minnsta á blaði. Samkvæmt frétt Reuters voru fjárútlát Kambódíu til varnarmála um 1,3 milljarðar dala í fyrra. Um 124.300 manns eru í herafla Kambódíu og þar af flestir í hernum, eða 75 þúsund manns. Þeir eru sagðir eiga rúmlega tvö hundruð skriðdreka og um 480 stórskotaliðsvopn. Taílendingar vörðu 5,73 milljörðum dala til varnarmála í fyrra og eru rúmlega 360 þúsund menn í herafla ríkisins. Þar af eru 245 þúsund í hernum og eiga þeir um fjögur hundruð skriðdreka, rúmlega tólf hundruð bryndreka og um 2.600 stórskotaliðsvopn. ด่วน‼️ทหารไทยยิงปืนใหญ่ถล่มฐานทหารเขมรที่ปราสาทตาควาย#ทหารไทย #กองทัพภาคที่2 #กองทัพบก #ปราสาทตาควาย #ทหารกัมพูชา #ชายแดนไทยกัมพูชา #ไทยกัมพูชา #TruthFromThailand pic.twitter.com/ItWm7zmfMd— Skyboyz (@Skyboyz15) December 8, 2025 Þegar kemur að flugherjum og flotum ríkjanna er svipaða sögu að segja. Taílendingar eiga einhvern best þjálfaða og búna flugher Suðaustur-Asíu. Þar vinna um 46 þúsund manns en ríkið á 112 herþotur af ýmsum vestrænum gerðum og fjölmargar herþyrlur. Um 1.500 manns starfa í flugher Kambódíu en ríkið á engar herþotur. Þess í stað eiga Kambódíumenn um sextán árásarþyrlur, tíu flutningsþyrlur og tíu fraktflugvélar. Sjóher Taílands býr yfir um 70 þúsund sjóliðum, einu flugmóðurskipi, sjö freigátum og tugum minni skipa og báta. Um 2.800 manns starfa í sjóher Kambódíu og á ríkið þrettán minni skip og báta. Taíland Kambódía Hernaður Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
„Eftir það sem þeir hafa gert okkar, þá verða engar viðræður,“ sagði ráðherrann. Forseti herforingjaráðs Taílands sagði einnig í morgun að markmið taílenska hersins væri að gera út af við hernaðargetu Kambódíumanna til langs tíma. Prime Minister Anutin Charnvirakul today dismissed the possibility of immediate negotiations with Cambodia, as a senior Thai military general said the Thai army aims to disable Cambodia’s military capability “for a long time.”“With what they have done to us, there will not be… pic.twitter.com/UKrx0WAFv6— Thai PBS World (@ThaiPBSWorld) December 8, 2025 Átök milli Taílands og Kambódíu brutust aftur út í gær en síðast kom til átaka milli ríkjanna í sumar. Ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Anutin var spurður í dag, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Taílands, að því hvort hann hefði rætt við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu eða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðan átökin brutust út á nýjan leik í gær. Þeir tveir komu að því að binda enda á síðustu átök milli ríkjanna fyrr í haust. Taílendingar riftu þó friðarsamkomulaginu í nóvember, þegar fjórir taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk nærri landamærunum. Forsætisráðherrann, sem tók við embætti í september, sagðist ekki hafa rætt við Trump eða Anwar. Átökin væru milli Taílands og Kambódíu. Taílendingar hafa sakað Kambódíumenn um að hefja skothríð yfir landamærin en ráðamenn í Kambódíu þvertaka fyrir það. Sjá einnig: Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Anutin sagði einnig, samkvæmt Ríkisútvarpi Taílands, að mikilvægt væri að bregðast við þessum meintu árásum Kambódíumanna til að sýna fram á að þeir hefðu ekki átt að ógna fullveldi Taílands. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í Kambódíu vegna árása frá Taílandi.AP/AKP Með mikla yfirburði á blaði Ummæli forsætisráðherrans og herforingjans gefa ekki til kynna að Taílendingar hafi áhuga á friðarviðræðum að svo stöddu. Taílendingar hafa verið að gera loftárásir í Kambódíu í dag en hernaðarlegir yfirburðir þeirra gagnvart nágrönnum þeirra eru töluverðir. Í það minnsta á blaði. Samkvæmt frétt Reuters voru fjárútlát Kambódíu til varnarmála um 1,3 milljarðar dala í fyrra. Um 124.300 manns eru í herafla Kambódíu og þar af flestir í hernum, eða 75 þúsund manns. Þeir eru sagðir eiga rúmlega tvö hundruð skriðdreka og um 480 stórskotaliðsvopn. Taílendingar vörðu 5,73 milljörðum dala til varnarmála í fyrra og eru rúmlega 360 þúsund menn í herafla ríkisins. Þar af eru 245 þúsund í hernum og eiga þeir um fjögur hundruð skriðdreka, rúmlega tólf hundruð bryndreka og um 2.600 stórskotaliðsvopn. ด่วน‼️ทหารไทยยิงปืนใหญ่ถล่มฐานทหารเขมรที่ปราสาทตาควาย#ทหารไทย #กองทัพภาคที่2 #กองทัพบก #ปราสาทตาควาย #ทหารกัมพูชา #ชายแดนไทยกัมพูชา #ไทยกัมพูชา #TruthFromThailand pic.twitter.com/ItWm7zmfMd— Skyboyz (@Skyboyz15) December 8, 2025 Þegar kemur að flugherjum og flotum ríkjanna er svipaða sögu að segja. Taílendingar eiga einhvern best þjálfaða og búna flugher Suðaustur-Asíu. Þar vinna um 46 þúsund manns en ríkið á 112 herþotur af ýmsum vestrænum gerðum og fjölmargar herþyrlur. Um 1.500 manns starfa í flugher Kambódíu en ríkið á engar herþotur. Þess í stað eiga Kambódíumenn um sextán árásarþyrlur, tíu flutningsþyrlur og tíu fraktflugvélar. Sjóher Taílands býr yfir um 70 þúsund sjóliðum, einu flugmóðurskipi, sjö freigátum og tugum minni skipa og báta. Um 2.800 manns starfa í sjóher Kambódíu og á ríkið þrettán minni skip og báta.
Taíland Kambódía Hernaður Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira