Formúla 1

Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Liðsstjórinn Andrea Stella var ánægður með Norris.
Liðsstjórinn Andrea Stella var ánægður með Norris. Mark Thompson/Getty Images

„Ég hef ekki grátið um hríð. Ég hélt ég myndi ekki gráta en ég gerði það,“ segir Lando Norris sem átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum eftir kappaksturinn í Abú Dabí í Formúlu 1 í dag. Norris kom þriðji í mark og varð þar af leiðandi heimsmeistari í fyrsta sinn.

Norris grét þegar hann kom í mark í keppni dagsins og tilfinningarnar báru hann enn ofurliði þegar hann var tekinn tali eftir keppnina.

„Þetta hefur verið löng vegferð. Ég vil þakka öllum hjá McLaren og foreldrum mínum… Ég er ekki að gráta… mamma og pabbi eru þau sem hafa stutt mig frá byrjun. Ohh, ég er eins og loser,“ segir Norris sem klökknaði þá upp öðru sinni.

„Þú ert eins og sigurvegari fyrir mér,“ sagði David Coulthard, fyrrum ökumaður McLaren, sem tók viðtal við hann í lok keppninnar.

„Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég veit núna hvernig Max líður og ég vil óska honum til hamingju og Oscar, sem kepptu við mig í allan vetur. Ég hef lært helling af þeim, ég hef notið þess og þetta var langt ár. En þetta tókst! Þetta tókst!“ segir Norris.

Klippa: Norris grét í viðtali eftir keppni

Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×