Handbolti

Arnór með stór­leik í sænska hand­boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Viðarsson var flottur í kvöld.
Arnór Viðarsson var flottur í kvöld. FHK

Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti góðan leik með Karlskrona í sænska handboltanum í kvöld.

Karlskrona gerði þá 29-29 jafntefli við Malmö. Karlskrona var þremur mörkum undir í hálfleik, 15-18.

Arnór var með sjö mörk úr tíu skotum í leiknum og gaf að auki sjö stoðsendingar á félaga sína. Hann var bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í sínu liði.

Karlskrona er í áttunda sæti deildarinnar en Malmö er á toppnum.

Karlskrona var fyrsta liðið til að taka stig af toppliðinu síðan í byrjun október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×