Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2025 19:00 Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður segir að haldlagnir á fíkniefnum- og lyfjum hafi verið að aukast. 265 mál hafi verið kær, þar af 122 stórfelld. Vísir/Vilhelm Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember. Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira