Handbolti

Þær þýsku of sterkar fyrir þær fær­eysku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurganga færeyska landsliðsins á HM í handbolta endaði í kvöld enda að spila við gríðarlega sterkt þýskt landslið.
Sigurganga færeyska landsliðsins á HM í handbolta endaði í kvöld enda að spila við gríðarlega sterkt þýskt landslið. Getty/Federico Gambarini/dpa

Tveggja leikja sigurganga færeyska kvennalandsliðsins endaði á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

Heimakonur í þýska landsliðinu hafa unnið alla leiki sína í keppninni og unnu tíu marka sigur á Færeyjum í kvöld, 36-26.

Liðin eru í milliriðli með Íslandi sem tapaði á móti Svartfjallalandi fyrr í kvöld og með Serbíu sem vann Spán.

Þýskaland er nú sex stig, tveimur stigum á undan Serbíu og Svartfjallalandi.

Færeysku stelpurnar bitu aðeins frá sér í upphafi leiks og voru með frumkvæðið framan af. Þýska liðið komst loks yfir í 9-8 og var síðan komið í 15-10 skömmu síðar. Þýskaland var síðan 20-14 yfir í hálfleik.

Færeyjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en þá gáfu þær þýsku aftur í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×