Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. desember 2025 17:18 Jón Pétur Zimsen gagnrýnir bókstafakerfið. Vísir/Vilhelm Myndskeið Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann gagnrýnir bókstafaeinkunnkerfið féll í grýttan jarðveg hjá kennarastéttinni. Þingmaðurinn talaði sjálfur fyrir kerfinu þegar hann var skólastjóri. „Tölur eða bókstafir? Ég er búinn að vera kennari og skólastjóri í þrjátíu ár. Það skilur enginn þetta einkunnakerfi,“ segir Jón Pétur í stuttu myndskeiði þar sem hann gengur um ganga Alþingishússins. Jón Pétur starfaði sem skólastjóri og kennari í Réttarholtsskóla en settist á þing fyrir um ári síðan og hefur látið menntamál sig varða. „Við verðum að negla þessu bókstafakerfi á haugana. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum talnakerfið, við viljum tölurnar aftur,“ segir hann í myndskeiðinu. Meðal þeirra sem hafa brugðist við er Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi Akraneskaupstaðar og kennari í Grundaskóla. Hann birti skjáskot af viðtali við Jón Pétur sem birt var í kynningarbæklingnum „Nýir tímar“ þegar einkunnakerfi grunnskólanna var breytt úr tölustöfum í bókstafi. Í viðtalinu er haft eftir Jóni Pétri að það skipti ekki öllu máli hvort sé notað heldur hvað sé að baki í kvarðanum. Bókstafakerfið bjóði upp á samræmdara mat en kerfið sé þó ekki gallalaust. „Breytingin felst í því að það er verið að meta hæfni, hvernig nemandinn beitir þekkingu, ekki hversu góður hann er í að þylja upp staðreyndir og muna utanbókar. Það er þetta sem ég er ánægður með,“ á Jón Pétur að hafa sagt. „Það hefur líka verið bent á að býsna margir nemendur munu fá B, bilið verður býsna vítt og ég get tekið undir það að mörgu leyti. En B er mjög fín einkunn, í raun sú einkunn sem segir að nemandinn hafi náð öllum þeim hæfniviðmiðum sem liggja til grundvallar, það er ekki lítið mál.“ Fullsaddur af töfralausnum frá fólki með gullfiskaminni Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, tók myndskeiðið einnig fyrir í færslu á Facebook. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ekki einungis vera að minnka við sig í fylgi heldur einnig minnki fagmennskan. „Birtist þá ekki menntamálaráðherraefni flokksins í stuttu myndbandi hvers inntak er að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti bókstafaeinkunnum ,“ skrifar Ragnar Þór. „Þarna virðist vanta liðveislu. D, hin eiginlega falleinkunn grunnskólakerfisins, virðist líka vera falleinkunn í hinu pólitíska kerfi. Það færi vel á því að kippa þessu myndbandi úr birtingu og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ég á samt ekkert sérstaklega von á því.“ Ragnar segir kerfið í grunninn ekki vera flókið og séu nemendur í dag líklegri til að klára framhaldsskóla. Það hafi hins vegar orðið furðulegt eftir að bókstafirnir fóru að „taka á sig margvíslegar og óreiðukenndar merkingar“ líkt og í Pisa og samræmdum prófum. Það hafi allt gerst á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórnvölinn. „Það er ýmislegt að í íslenska menntakerfinu og ég er persónulega orðinn fullsaddur á töfralausnafólki með gullfiskaminni.“ Ragnar birti einnig færsluna í hópnum Skólaþróunarspjallið og svaraði Jón Pétur með sinni eigin færslu. Þar segir hann að myndbrotið hafi auðvitað verið ákveðin ádeila og grín en jafnframt töluverður sannleikur þar að baki. „Nærri 100% notenda AND finnst matskerfið erfitt og þokukennt, þám kennarar,“ skrifar Jón Pétur og segir notendur meðal annars hafa spurningar um hvers er ætlast til af þeim og hvað þau eigi að kenna. Jón Pétur gagnrýnir einnig Facebook-hópinn sjálfan og sakar Ragnar Þór um að vera hluti af menntaelítunni sem ritstýri hópnum. Hann hvetur kennara til að hrista af sér hlekkina og þora að gagnrýna hvað sé álitið ásættanlegt skólastarf. Sú orð féllu ekki vel í meðlimi hópsins sem meðal annars saka Jón Pétur sjálfan til að vera hluti af elítunni og beðið er um gögn sem rökstyðji tölurnar sem hann telur upp. Kennarar elski ekki að kalla nemendur sína drullusokk „Á góðri leið, hvað er það? B+ er það blár, eða er það fjólublár? Ég veit um skóla sem tók upp sokkaheiti sem einkunnarkerfi og mig minnir að ökklasokkar hafi verið besta einkunnin, svo voru þarna íþróttasokkar. En það sem kennararnir elskuðu að gefa, þeir elskuðu það, það var einkunnin drullusokkur,“ sagði Jón Pétur einnig í myndskeiðinu. Þessi orð létu þó nokkrir sig varða og þeirra á meðal er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Ég horfði á þetta myndband og trúði ekki að hann væri í alvöru að segja þetta. Að kennarar elski að segja „drullusokkur“ um nemendur? Ef þetta á að vera grín þá er það a.m.k. ekki vel heppnað, en ég óttast að þetta sé alvara,“ segir hann. Aðrir kennarar taka undir og segjast ekki geta hugsað sér að gera lítið úr nemendum sínum á þann hátt. „Af myndbandinu má það helst skilja að kennarar séu óttarlegir asnar - og illgjarnir í þokkabót. Þeir elski að brjóta niður sjálfstraust nemenda með því að klína á þá barnaleg uppnefni. Eflaust þótti einhverjum þetta fyndið í einhverjum heimi. Að þingmaður stormi úr þingsal og beri hvolpana og kasti svo kennarastéttinni undir áróðursrútuna, keyri yfir hana og bakki svo yfir hana aftur,“ segir Ragnar Þór. Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Tölur eða bókstafir? Ég er búinn að vera kennari og skólastjóri í þrjátíu ár. Það skilur enginn þetta einkunnakerfi,“ segir Jón Pétur í stuttu myndskeiði þar sem hann gengur um ganga Alþingishússins. Jón Pétur starfaði sem skólastjóri og kennari í Réttarholtsskóla en settist á þing fyrir um ári síðan og hefur látið menntamál sig varða. „Við verðum að negla þessu bókstafakerfi á haugana. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum talnakerfið, við viljum tölurnar aftur,“ segir hann í myndskeiðinu. Meðal þeirra sem hafa brugðist við er Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi Akraneskaupstaðar og kennari í Grundaskóla. Hann birti skjáskot af viðtali við Jón Pétur sem birt var í kynningarbæklingnum „Nýir tímar“ þegar einkunnakerfi grunnskólanna var breytt úr tölustöfum í bókstafi. Í viðtalinu er haft eftir Jóni Pétri að það skipti ekki öllu máli hvort sé notað heldur hvað sé að baki í kvarðanum. Bókstafakerfið bjóði upp á samræmdara mat en kerfið sé þó ekki gallalaust. „Breytingin felst í því að það er verið að meta hæfni, hvernig nemandinn beitir þekkingu, ekki hversu góður hann er í að þylja upp staðreyndir og muna utanbókar. Það er þetta sem ég er ánægður með,“ á Jón Pétur að hafa sagt. „Það hefur líka verið bent á að býsna margir nemendur munu fá B, bilið verður býsna vítt og ég get tekið undir það að mörgu leyti. En B er mjög fín einkunn, í raun sú einkunn sem segir að nemandinn hafi náð öllum þeim hæfniviðmiðum sem liggja til grundvallar, það er ekki lítið mál.“ Fullsaddur af töfralausnum frá fólki með gullfiskaminni Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, tók myndskeiðið einnig fyrir í færslu á Facebook. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ekki einungis vera að minnka við sig í fylgi heldur einnig minnki fagmennskan. „Birtist þá ekki menntamálaráðherraefni flokksins í stuttu myndbandi hvers inntak er að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti bókstafaeinkunnum ,“ skrifar Ragnar Þór. „Þarna virðist vanta liðveislu. D, hin eiginlega falleinkunn grunnskólakerfisins, virðist líka vera falleinkunn í hinu pólitíska kerfi. Það færi vel á því að kippa þessu myndbandi úr birtingu og biðjast afsökunar á frumhlaupinu. Ég á samt ekkert sérstaklega von á því.“ Ragnar segir kerfið í grunninn ekki vera flókið og séu nemendur í dag líklegri til að klára framhaldsskóla. Það hafi hins vegar orðið furðulegt eftir að bókstafirnir fóru að „taka á sig margvíslegar og óreiðukenndar merkingar“ líkt og í Pisa og samræmdum prófum. Það hafi allt gerst á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórnvölinn. „Það er ýmislegt að í íslenska menntakerfinu og ég er persónulega orðinn fullsaddur á töfralausnafólki með gullfiskaminni.“ Ragnar birti einnig færsluna í hópnum Skólaþróunarspjallið og svaraði Jón Pétur með sinni eigin færslu. Þar segir hann að myndbrotið hafi auðvitað verið ákveðin ádeila og grín en jafnframt töluverður sannleikur þar að baki. „Nærri 100% notenda AND finnst matskerfið erfitt og þokukennt, þám kennarar,“ skrifar Jón Pétur og segir notendur meðal annars hafa spurningar um hvers er ætlast til af þeim og hvað þau eigi að kenna. Jón Pétur gagnrýnir einnig Facebook-hópinn sjálfan og sakar Ragnar Þór um að vera hluti af menntaelítunni sem ritstýri hópnum. Hann hvetur kennara til að hrista af sér hlekkina og þora að gagnrýna hvað sé álitið ásættanlegt skólastarf. Sú orð féllu ekki vel í meðlimi hópsins sem meðal annars saka Jón Pétur sjálfan til að vera hluti af elítunni og beðið er um gögn sem rökstyðji tölurnar sem hann telur upp. Kennarar elski ekki að kalla nemendur sína drullusokk „Á góðri leið, hvað er það? B+ er það blár, eða er það fjólublár? Ég veit um skóla sem tók upp sokkaheiti sem einkunnarkerfi og mig minnir að ökklasokkar hafi verið besta einkunnin, svo voru þarna íþróttasokkar. En það sem kennararnir elskuðu að gefa, þeir elskuðu það, það var einkunnin drullusokkur,“ sagði Jón Pétur einnig í myndskeiðinu. Þessi orð létu þó nokkrir sig varða og þeirra á meðal er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Ég horfði á þetta myndband og trúði ekki að hann væri í alvöru að segja þetta. Að kennarar elski að segja „drullusokkur“ um nemendur? Ef þetta á að vera grín þá er það a.m.k. ekki vel heppnað, en ég óttast að þetta sé alvara,“ segir hann. Aðrir kennarar taka undir og segjast ekki geta hugsað sér að gera lítið úr nemendum sínum á þann hátt. „Af myndbandinu má það helst skilja að kennarar séu óttarlegir asnar - og illgjarnir í þokkabót. Þeir elski að brjóta niður sjálfstraust nemenda með því að klína á þá barnaleg uppnefni. Eflaust þótti einhverjum þetta fyndið í einhverjum heimi. Að þingmaður stormi úr þingsal og beri hvolpana og kasti svo kennarastéttinni undir áróðursrútuna, keyri yfir hana og bakki svo yfir hana aftur,“ segir Ragnar Þór.
Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira