Lífið

Radiohead frestar tón­leikum sínum í Köben

Atli Ísleifsson skrifar
Thom Yorke á tónleikum árið 2022.
Thom Yorke á tónleikum árið 2022. EPA

Breska rokksveitin Radiohead hefur frestað tónleikum sínum sem fara áttu fram í Royal Arena í Kaupmannahöfn annars vegar í kvöld og hins vegar annað kvöld. Ástæðan eru veikindi söngvarans Thom Yorke.

Í tilkynningu frá sveitinni segir að tónleikarnir muni nú fara fram 15. og 16. desember.

„Við erum miður okkar að þurfa að fresta þessum tveimur tónleikum með svo stuttum fyrirvara en Thom hefur greinst með alvarlega hálsbólgu sem hefur gert það ómögulegt fyrir hann að syngja,“ segir í tilkynningunni.

Vonast sé til að Yorke nái að jafna sig þannig að hann geti spilað og sungið á síðustu tveimur tónleikunum í Kaupmannahöfn 4. og 5. desember, og öllum fjórum tónleikunum í Berlín þar sem þeir fyrstu er 8. desember.

Radiohead hóf fyrstu tónleikaferð sína í sjö ár í Madríd í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.