„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir óvænta lækkun verðbólgu mikil gleðitíðindi. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. Greint var frá óvæntri hjöðnun verðbólgu á fimmtudag eftir að Hagstofan birti mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð. Verðbólgan hjaðnaði um 0,6 prósentustig milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur því ekki verið minni síðan í desember 2020. „Þetta er mjög gleðilegt. Að einhverju leyti getum við sagt að við höfum átt von á að sjá svona tölur. Kannski ekki alveg svona stórar en það er auðvitað þannig að það hefur verið kólnun á vinnnumarkaði, ákveðin áföll riðið yfir. Kólnun á fasteignamarkaði þannig að þetta hlaut að koma fram fyrir rest,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. „En við verðum svo að bíða og sjá hvernig vindur fram. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig næsta miðlun kemur út.“ Verkalýðsforingjar hafa kallað eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Næsti fundur nefndarinnar er ekki á dagskrá fyrr en í febrúar. Stýrivextir eru nú 7,25 prósent. „Það er auðvitað Seðlabankans að taka ákvörðun um það. Ég held að þeir eins og ég kannski vilji sjá næstu tölu áður en næstu skref eru tekin. Ég held að við hljótum samt að segja að væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist.“ Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum vikum kynnt nýtt lánaframboð í kjölfar mikillar óvissu vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Daði hefur ekki áhyggjur af því að ný lánaleið dragi úr taumhaldi peningastefnunefndar. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að það sé jákvætt að kaupendum fasteigna bjóðist fleiri möguleikar. Kannski eina sem ég myndi hafa áhyggjur af og það er bara almennt er að það sem er raunverulega til boða sé neytendum skiljanlegt, að þeir skilji hvaða samninga þeir eru að ganga inn í,“ segir Daði Már. Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03 Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39 Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Greint var frá óvæntri hjöðnun verðbólgu á fimmtudag eftir að Hagstofan birti mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð. Verðbólgan hjaðnaði um 0,6 prósentustig milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur því ekki verið minni síðan í desember 2020. „Þetta er mjög gleðilegt. Að einhverju leyti getum við sagt að við höfum átt von á að sjá svona tölur. Kannski ekki alveg svona stórar en það er auðvitað þannig að það hefur verið kólnun á vinnnumarkaði, ákveðin áföll riðið yfir. Kólnun á fasteignamarkaði þannig að þetta hlaut að koma fram fyrir rest,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. „En við verðum svo að bíða og sjá hvernig vindur fram. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig næsta miðlun kemur út.“ Verkalýðsforingjar hafa kallað eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Næsti fundur nefndarinnar er ekki á dagskrá fyrr en í febrúar. Stýrivextir eru nú 7,25 prósent. „Það er auðvitað Seðlabankans að taka ákvörðun um það. Ég held að þeir eins og ég kannski vilji sjá næstu tölu áður en næstu skref eru tekin. Ég held að við hljótum samt að segja að væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist.“ Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum vikum kynnt nýtt lánaframboð í kjölfar mikillar óvissu vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Daði hefur ekki áhyggjur af því að ný lánaleið dragi úr taumhaldi peningastefnunefndar. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að það sé jákvætt að kaupendum fasteigna bjóðist fleiri möguleikar. Kannski eina sem ég myndi hafa áhyggjur af og það er bara almennt er að það sem er raunverulega til boða sé neytendum skiljanlegt, að þeir skilji hvaða samninga þeir eru að ganga inn í,“ segir Daði Már.
Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03 Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39 Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03
Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39
Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03