Fótbolti

Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og snið­ganga HM-dráttinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Írönsku landsliðsmennirnir fagna hér sæti á HM í fótbolta sem fer fram næsta sumar.
Írönsku landsliðsmennirnir fagna hér sæti á HM í fótbolta sem fer fram næsta sumar. Getty/Fatemeh Bahrami

Íran er eitt af löndunum sem eru búin að tryggja sér farseðilinn á HM í fótbolta næsta sumar en knattspyrnusamband félagsins sendir samt enga fulltrúa á dráttinn fyrir riðlakeppni heimsmeistaramótsins.

Ástæðan er ferðatakmarkanir Bandaríkjanna, að sögn íranska knattspyrnusambandsins. Í byrjun október var gefið í skyn að landið myndi ekki senda sendinefnd til Washington.

Drátturinn fyrir HM fer fram í Bandaríkjunum nánast til gerið í Kennedy Center í Washington, D.C. þann 5. desember næstkomandi.

Bandarísk yfirvöld hafa neitað að veita Mehdi Taj, forseta íranska knattspyrnusambandsins, Amir Ghalenoei, landsliðsþjálfara, og sjö öðrum starfsmönnum sambandsins landvistarleyfi, að því er íranska dagblaðið Shargh greindi frá fyrr í haust.

Íranska knattspyrnusambandið vonaðist til þess að Gianni Infantino, forseti FIFA, gæti gripið inn í og þrýst á um að ákvörðuninni yrði hnekkt. Það gerðist ekki og nú hafa Íranar gefist upp og sniðganga athöfnina.

Í sumar lenti Íran á lista yfir lönd sem Bandaríkjamenn banna komu frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rökstuddi bannið með því að hann „verði að bregðast við til að vernda þjóðaröryggi og hagsmuni Bandaríkjanna“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×