Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 23:33 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Vísir Spurning frá þrítugri konu: „Ég las grein þína um ógleðistilfinningu eftir kynlíf og spyr því, er hægt að læra að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Ég varð fyrir miklu ofbeldi sem barn og hefur það haft þær afleiðingar að ég er stöðugt að þóknast öðrum. Nú á ég mann sem ég elska, hann er góður í rúminu og við eigum gott kynlíf en ég velti því fyrir mér hvernig ég geti orðið heil að þessu leyti?” Áföll hafa verið skilgreind sem sterk streituviðbrögð í kjölfar óvæntra atburða og hafa þau víðtæk áhrif á líf okkar og lífsgæði. Þungbær lífsreynsla frá því í æsku getur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar sem fullorðið fólk. Í innsendri spurningu er ekki tilgreint hvernig ofbeldi viðkomandi varð fyrir í æsku en ég ætla að ganga út frá því að um kynferðisofbeldi sé að ræða. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á hvort áfall leiðir til áfallastreituröskunar, en kynferðisofbeldi er líklegra en önnur áföll til að hafa slíkar afleiðingar. Auk þessa getur kynferðisofbeldi haft áhrif á samband okkar við eigin líkama og getuna til að njóta okkar í kynlífi. Afleiðingar kynferðisofbeldis á þig sem kynveru Afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið fjölbreyttar en þegar við skoðum áhrifin á nánd og kynlíf, getur það verið þannig að fólk fer ýmist að forðast kynlíf, sækir mikið í það eða á erfitt með að tjá þarfir sínar og setja mörk. Sum upplifa mikla skömm og eiga því erfitt með að leyfa sér að vera kynvera og njóta. Það er einnig algengt að fólk eigi erfitt með að tengjast líkama sínum og lenda jafnvel ítrekað í því að vera ekki fyllilega á staðnum í kynlífi. Sársauki getur einnig komið fram við samfarir þar sem erfiðlega gengur að slaka á grindarbotninum í kynlífi. Sjá alla pistla Aldísar hér. Allt þetta leiðir til þess að kynlíf verður eitthvað sem fólk telur sig þurfa að þrauka eða komast í gegnum frekar uppspretta unaðar og tengingar. Við þessar aðstæður er skiljanlegt að það geti verið erfitt að fá fullnægingu, komast að því hvað kveikir í þér eða hreinlega að finna fyrir kynlöngun. Hvernig taugakerfið okkar reynir að verja okkur Þegar við höfum lent í áföllum er taugakerfið okkar stöðugt að reyna að takast á við áfallið og verja sig. Í þeim tilfellum þar sem saga er um ofbeldi og ekki hefur tekist að vinna úr slíku áfalli, lætur taugakerfið eins og hættan sé ennþá yfirvofandi. Þetta birtist í daglegu lífi á ýmsa vegu. Við förum að forðast allt sem minnir á ofbeldið, þóknast öðrum, aftengjast líkamanum og eiga erfitt með að vera staðnum. Með þessu er líkaminn að gera það sem þarf til að lifa af. Hægt er að vinna með áföll Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að vinna með áföll, líka þau sem áttu sér stað fyrir löngu síðan. Fyrsta skrefið er að finna hjá sér löngun til að byrja að vinna úr áföllunum en svo er næsta skref að leita sér aðstoðar. Það eru til ýmsar leiðir til að vinna úr áföllum og oft þarf fólk að prófa sig áfram til að finna þá meðferð sem hentar best. Allt frá áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð, áfallamiðaðri hugrænni úrvinnslumeðferð, frásagnarmeðferð yfir í EMDR. Sjálf nota ég EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) í áfallaúrvinnslu. Sú meðferð hefur reynst öflug og markviss aðferð til að hjálpa líkamanum og taugakerfinu að vinna úr erfiðum minningum. Fyrir utan áfallameðferð hvað getum við gert? Mikilvægt er að hafa stuðningsnet, maka, vini eða fjölskyldu, í kringum þig sem þú getur talað við og sem geta stutt þig í gegnum þessa vinnu. Gera kjörnunaræfingar sem hjálpa þér að vera á staðnum. Þetta getur verið hreyfing, tónlist, öndun, ilmolíur, heit/kalt vatn, að einblína á skynfærin: 5 hlutir sem ég sé, 4 hlutir sem ég get snert, 3 hljóð sem ég heyri, tvennt sem ég finn lykt af, eitt bragð sem þú finnur. Ef þú ert að nota áfengi eða önnur efni til að deyfa þig er mikilvægt að leita sér aðstoðar til að hætta eða draga úr því sem þú notar til að deyfa sig. Ekki forðast tilfinningar og líkamleg viðbrögð, reyndu að verða forvitin og skoða. Reyndu að sitja með þeirri líðan sem kemur upp, án þess að dæma eða hafa skoðun. Það er mikilvægt að þekkja kveikjurnar (triggers) sem tengjast áfallinu. Smátt og smátt þarf að hætta að forðast kveikjur. Þannig náum við með tímanum að endurheimta það sem áföllin hafa tekið frá okkur. Í stað þess að fara út úr þeim aðstæðum sem þú upplifir kveikjur í væri hægt að nota kjörnunaræfingar og dvelja í aðstæðunum þar til líðanin líður hjá. Heilinn þarf aðstoð við að átta sig á því, hægt og rólega, að hættan er liðin hjá. Öll hreyfing er góð, göngutúrar, teygjur, jóga, dans eða hvað sem er. Mikilvægt er að losa um spennu og leyfa líkamanum að hreyfa sig t.d. þegar kveikjur koma upp. Ákveðniþjálfun. Það er mikilvægt að byrja að tjá þínar þarfir, skoðanir, setja mörk og þora að vera ósammála. Taugakerfið lærir smátt og smátt að þetta er ekki hættulegt. Það eru nokkrar bækur sem skrifaðar hafa verið sérstaklega fyrir þolendur kynferðisofbeldis í æsku, ein þeirra er The Courage to Heal: A Guide for Women Survivors of Child Sexual Abuse eftir Ellen Bass og Laura Davis. Ýmis samtök eru einnig starfandi sem veita ráðgjöf og stuðning: Aflið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Sigurhæðir, Stígamót, Suðurhlíð og fleiri úrræði. Með litlum skrefum og stuðningi frá fagaðila eða þeim sem þú treystir er hægt að taka smátt og smátt til baka það sem ofbeldið hefur tekið frá þér. Með því að æfa þig að vera meira á staðnum, byggja hægt upp þol fyrir unaði og vellíðan, takast á við þær kveikjur sem koma upp og þora að biðja um það sem þú vilt verður kynlíf ekki lengur eitthvað sem þú tengir við áföllin þín. Kynlíf fær þá nýja tengingu við vellíðan og unað. Gangi þér vel <3 Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Segist hafa stokkið of hratt í sambandið með Pete Lífið Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Menning Litir ekki númer Menning Mest seldi bíllinn í Evrópu Menning Spilar sem plötusnúður Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Áföll hafa verið skilgreind sem sterk streituviðbrögð í kjölfar óvæntra atburða og hafa þau víðtæk áhrif á líf okkar og lífsgæði. Þungbær lífsreynsla frá því í æsku getur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar sem fullorðið fólk. Í innsendri spurningu er ekki tilgreint hvernig ofbeldi viðkomandi varð fyrir í æsku en ég ætla að ganga út frá því að um kynferðisofbeldi sé að ræða. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á hvort áfall leiðir til áfallastreituröskunar, en kynferðisofbeldi er líklegra en önnur áföll til að hafa slíkar afleiðingar. Auk þessa getur kynferðisofbeldi haft áhrif á samband okkar við eigin líkama og getuna til að njóta okkar í kynlífi. Afleiðingar kynferðisofbeldis á þig sem kynveru Afleiðingar kynferðisofbeldis geta verið fjölbreyttar en þegar við skoðum áhrifin á nánd og kynlíf, getur það verið þannig að fólk fer ýmist að forðast kynlíf, sækir mikið í það eða á erfitt með að tjá þarfir sínar og setja mörk. Sum upplifa mikla skömm og eiga því erfitt með að leyfa sér að vera kynvera og njóta. Það er einnig algengt að fólk eigi erfitt með að tengjast líkama sínum og lenda jafnvel ítrekað í því að vera ekki fyllilega á staðnum í kynlífi. Sársauki getur einnig komið fram við samfarir þar sem erfiðlega gengur að slaka á grindarbotninum í kynlífi. Sjá alla pistla Aldísar hér. Allt þetta leiðir til þess að kynlíf verður eitthvað sem fólk telur sig þurfa að þrauka eða komast í gegnum frekar uppspretta unaðar og tengingar. Við þessar aðstæður er skiljanlegt að það geti verið erfitt að fá fullnægingu, komast að því hvað kveikir í þér eða hreinlega að finna fyrir kynlöngun. Hvernig taugakerfið okkar reynir að verja okkur Þegar við höfum lent í áföllum er taugakerfið okkar stöðugt að reyna að takast á við áfallið og verja sig. Í þeim tilfellum þar sem saga er um ofbeldi og ekki hefur tekist að vinna úr slíku áfalli, lætur taugakerfið eins og hættan sé ennþá yfirvofandi. Þetta birtist í daglegu lífi á ýmsa vegu. Við förum að forðast allt sem minnir á ofbeldið, þóknast öðrum, aftengjast líkamanum og eiga erfitt með að vera staðnum. Með þessu er líkaminn að gera það sem þarf til að lifa af. Hægt er að vinna með áföll Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að vinna með áföll, líka þau sem áttu sér stað fyrir löngu síðan. Fyrsta skrefið er að finna hjá sér löngun til að byrja að vinna úr áföllunum en svo er næsta skref að leita sér aðstoðar. Það eru til ýmsar leiðir til að vinna úr áföllum og oft þarf fólk að prófa sig áfram til að finna þá meðferð sem hentar best. Allt frá áfallamiðaðri hugrænni atferlismeðferð, áfallamiðaðri hugrænni úrvinnslumeðferð, frásagnarmeðferð yfir í EMDR. Sjálf nota ég EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) í áfallaúrvinnslu. Sú meðferð hefur reynst öflug og markviss aðferð til að hjálpa líkamanum og taugakerfinu að vinna úr erfiðum minningum. Fyrir utan áfallameðferð hvað getum við gert? Mikilvægt er að hafa stuðningsnet, maka, vini eða fjölskyldu, í kringum þig sem þú getur talað við og sem geta stutt þig í gegnum þessa vinnu. Gera kjörnunaræfingar sem hjálpa þér að vera á staðnum. Þetta getur verið hreyfing, tónlist, öndun, ilmolíur, heit/kalt vatn, að einblína á skynfærin: 5 hlutir sem ég sé, 4 hlutir sem ég get snert, 3 hljóð sem ég heyri, tvennt sem ég finn lykt af, eitt bragð sem þú finnur. Ef þú ert að nota áfengi eða önnur efni til að deyfa þig er mikilvægt að leita sér aðstoðar til að hætta eða draga úr því sem þú notar til að deyfa sig. Ekki forðast tilfinningar og líkamleg viðbrögð, reyndu að verða forvitin og skoða. Reyndu að sitja með þeirri líðan sem kemur upp, án þess að dæma eða hafa skoðun. Það er mikilvægt að þekkja kveikjurnar (triggers) sem tengjast áfallinu. Smátt og smátt þarf að hætta að forðast kveikjur. Þannig náum við með tímanum að endurheimta það sem áföllin hafa tekið frá okkur. Í stað þess að fara út úr þeim aðstæðum sem þú upplifir kveikjur í væri hægt að nota kjörnunaræfingar og dvelja í aðstæðunum þar til líðanin líður hjá. Heilinn þarf aðstoð við að átta sig á því, hægt og rólega, að hættan er liðin hjá. Öll hreyfing er góð, göngutúrar, teygjur, jóga, dans eða hvað sem er. Mikilvægt er að losa um spennu og leyfa líkamanum að hreyfa sig t.d. þegar kveikjur koma upp. Ákveðniþjálfun. Það er mikilvægt að byrja að tjá þínar þarfir, skoðanir, setja mörk og þora að vera ósammála. Taugakerfið lærir smátt og smátt að þetta er ekki hættulegt. Það eru nokkrar bækur sem skrifaðar hafa verið sérstaklega fyrir þolendur kynferðisofbeldis í æsku, ein þeirra er The Courage to Heal: A Guide for Women Survivors of Child Sexual Abuse eftir Ellen Bass og Laura Davis. Ýmis samtök eru einnig starfandi sem veita ráðgjöf og stuðning: Aflið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Sigurhæðir, Stígamót, Suðurhlíð og fleiri úrræði. Með litlum skrefum og stuðningi frá fagaðila eða þeim sem þú treystir er hægt að taka smátt og smátt til baka það sem ofbeldið hefur tekið frá þér. Með því að æfa þig að vera meira á staðnum, byggja hægt upp þol fyrir unaði og vellíðan, takast á við þær kveikjur sem koma upp og þora að biðja um það sem þú vilt verður kynlíf ekki lengur eitthvað sem þú tengir við áföllin þín. Kynlíf fær þá nýja tengingu við vellíðan og unað. Gangi þér vel <3
Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Segist hafa stokkið of hratt í sambandið með Pete Lífið Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Menning Litir ekki númer Menning Mest seldi bíllinn í Evrópu Menning Spilar sem plötusnúður Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira