Sport

Dag­skrá: Stærsta boxmót á Ís­landi, Körfuboltakvöld og for­múla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Icebox drottningin Erika Nótt Einarsdóttir varð Icebox meistari á síðasta kvöldi og fékk beltið góða.
Icebox drottningin Erika Nótt Einarsdóttir varð Icebox meistari á síðasta kvöldi og fékk beltið góða. Icebox

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Þetta er risakvöld fyrir hnefaleika á Íslandi því Icebox númer níu verður í beinni frá Kaplakrika í Hafnarfirði en þetta er stærsta boxmót ársins á Íslandi. Viðburðurinn hefur stækkað í hvert sinn og það má búast við miklum meiðslum.

Formúlu 1-tímabilið er á lokasprettinum og nú eru menn komnir til Katar. Í dag verður fyrsta æfing fyrir Katar-kappaksturinn og tímataka fyrir sprettkeppnina.

Það verða tveir leikir sýndir beint í Bónus-deild kvenna og Bónus Körfuboltakvöld kvenna mun síðan gera alla umferðina upp.

Oxford tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni í fótbolta.

Það verður sýnt frá golfmóti og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport

Klukkan 19.00 hefst útsending frá upphitunarbardögum íslenska hnefaleikamótsins Icebox 9.

Klukkan 20.30 hefst útsending frá aðalhluta íslenska hnefaleikamótsins Icebox 9.

SÝN Sport 4

Klukkan 02.30 hefst bein útsending frá BMW Australian PGA Championship-golfmótinu á DP World Tour.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá leik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.20 hefst Bónus Körfuboltakvöld kvenna þar sem verður farið yfir alla leiki níundu umferðar Bónus-deildar kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og Ármanns í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 13.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Katar-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 17.25 hefst bein útsending frá tímatöku fyrir sprettkeppnina í tengslum við Katar-kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Oxford og Ipswich Town í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Columbus Blue Jackets og Pittsburgh Penguins í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×