Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 16:05 Hildur Björnsdóttir gagnrýndi borgarstjórann. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. „Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira