Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu, Lokasóknin og VAR­sjáin

Sindri Sverrisson skrifar
Lamine Yamal verður í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Lamine Yamal verður í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Getty/Pedro Salado

Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld þar sem meðal annars verður Meistaradeildarmessa enda fjöldi flottra leikja á dagskrá, þar á meðal viðureign heimsmeistara Chelsea og Barcelona sem og leikur Manchester City og Leverkusen.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar Sýnar má finna hér.

Sýn Sport

Gummi Ben stýrir Meistaradeildarmessunni og fær með sér fjöruga gesti í að fylgjast með öllu sem gerist samtímis í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Messan hefst klukkan 19:30 og leikir kvöldsins svo klukkan 20. Eftir að leikjunum lýkur verður svo farið yfir allt það helsta í Meistaradeildarmörkunum, klukkan 22. Fyrr um daginn má sjá leiki Chelsea og Barcelona (kl. 13), og Dortmund og Villarreal (kl. 15), í Ungmennadeild UEFA.

Sýn Sport Viaplay

Þeir sem vilja einbeita sér að einum leik verða væntanlega ekki sviknir af því að fylgjast með leik Chelsea og Barcelona sem hefst klukkan 20. Fyrir leik, eða klukkan 17:45, mætast Ajax og Benfica í athyglisverðum slag.

Sýn Sport 2

Leikur Manchester City og Leverkusen er í beinni útsendingu á Sýn Sport 2 klukkan 20 og spurning hvernig City-menn svara fyrir sig eftir vonbrigði helgarinnar. Klukkan 17:45 mætast Galatasaray og Union SG.

VARsjáin er svo á sínum stað klukkan 22:10 þar sem enski boltinn er skoðaður út frá alls konar óvenjulegum og skemmtilegum vinklum.

Sýn Sport 3-5

Marseille og Newcastle eigast við á Sýn Sport 3, Dortmund og Villarreal á Sýn Sport 4 og loks Slavia Prag og Athletic Bilbao á Sýn Sport 5.

Á Sýn Sport 3 er svo Lokasóknin á dagskrá klukkan 22:10, þar sem nóg er um að ræða í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×