Hareide með krabbamein í heila Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide hætti sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir ári síðan. AP/Darko Vojinovic Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. „Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003. Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
„Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003.
Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira