Hareide með krabbamein í heila Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide hætti sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir ári síðan. AP/Darko Vojinovic Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. „Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003. Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
„Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003.
Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira