Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. nóvember 2025 18:01 Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu. Samt heyrast háværar raddir þegar framkvæmdir hefjast eða breytingar eru gerðar. Þannig verður umræðan oft tvíbent og snýst fremur um óþolinmæði en raunverulega sýn á borg sem þarf að þjóna þúsundum íbúa með ólíkar þarfir. Reykjavík er í raun ein fallegasta og öruggasta borg Evrópu. Hér er hreint loft, öruggt samfélag og mikil lífsgæði. Samt virðist sem við höfum orðið svo upptekin af ytra byrðinu að við gleymum stundum kjarnanum, fólkinu, börnunum okkar, samskiptunum og andlegu heilbrigði. Við Íslendingar höfum lengi lagt áherslu á ásýnd og útlit, en það er ekki þar sem gæði samfélagsins ráðast. Víða í Evrópu er áherslan önnur. Þar er meiri rækt lögð við innviði, félagslegt réttlæti og geðheilsu en minna við yfirborðið. Í Helsinki og Kaupmannahöfn hafa verið byggð upp sjálfbær borgarsamfélög með áherslu á samgöngur, græn svæði og aðgengi allra. Þar er ekki allt glansandi en borgirnar virka, og fólk hefur það almennt gott. Hér á landi er einnig verið að vinna markvisst að betra samfélagi. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á umferðaröryggi, betri göngu- og hjólastíga, hraðatakmarkanir og nýtt skipulag gatna og ljósastýringar. Slíkar breytingar kalla eðlilega fram óánægju hjá hluta íbúa, en þær eru nauðsynlegar til að bæta öryggi og draga úr slysum. Borg sem vill vera nútímaleg þarf að þora að breytast, og stundum þýðir það að þola tímabundin óþægindi fyrir langtíma ávinning. Umferðarþungi í Reykjavík á álagstímum er hins vegar raunverulegt vandamál sem hefur áhrif á lífsgæði margra. Þúsundir ökumanna koma daglega úr nágrannasveitum til vinnu í borginni. Þetta ferðamynstur veldur bæði mengun og töfum sem bitna á íbúum borgarinnar sjálfrar. Það væri því eðlilegt að hefja opna og málefnalega umræðu um það hvort þeir sem sækja störf til Reykjavíkur án þess að búa hér ættu að taka þátt í að standa undir þeim kostnaði sem slíkur umferðarþungi skapar. Slíkt væri ekki refsiaðgerð heldur spurning um sanngirni og ábyrgð fyrir íbúa borgarinnar. Auðvitað þarf slíkt að fara saman við raunhæfar úrbætur í almenningssamgöngum. Áður en hægt er að leggja á slíka skatta eða gjöld þarf að tryggja gott úrval ferða, áreiðanleika og þjónustu sem gerir fólki kleift að velja vistvænni leiðir. Stór bílastæði við borgarmörk og góðar tengingar með strætó, hjólum eða jafnvel léttlestum gætu létt á þrýstingi í miðborginni. Þannig hefur verið staðið að málum víða í Evrópu, meðal annars í Prag þar sem almenningssamgöngur eru öflugar en samt er rætt um að takmarka bílaumferð þeirra sem ekki búa í borginni sjálfri. Þ.e. að hvetja til notkunar almenningssamgangna. Á sama tíma verðum við að horfa lengra. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er óumflýjanleg og ungt fólk þarf íbúðir og tækifæri. Við getum ekki staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun heldur þurfum við að þétta byggð, efla samgöngur og gera borgina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við komum ekki í veg fyrir framþróun og fólksfjölgun. Það sem mestu skiptir er þó ekki steypan né ljósin, heldur fólkið. Við þurfum að leggja meiri áherslu á andlega heilsu, uppeldi og mannleg samskipti. Pirringur og gremja í samfélaginu hefur aukist og það sést í daglegu lífi. Við þurfum ekki að hafa skelina fullkomna, borgin verður aldrei gallalaus, en hún getur verið góð og manneskjuleg. Við verðum að læra að tala saman aftur, sýna þolinmæði og virðingu. Reykjavík er þegar falleg. Það sem vantar er að við lærum að sjá fegurðina án þess að krefjast fullkomnunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Reykjavík Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu. Samt heyrast háværar raddir þegar framkvæmdir hefjast eða breytingar eru gerðar. Þannig verður umræðan oft tvíbent og snýst fremur um óþolinmæði en raunverulega sýn á borg sem þarf að þjóna þúsundum íbúa með ólíkar þarfir. Reykjavík er í raun ein fallegasta og öruggasta borg Evrópu. Hér er hreint loft, öruggt samfélag og mikil lífsgæði. Samt virðist sem við höfum orðið svo upptekin af ytra byrðinu að við gleymum stundum kjarnanum, fólkinu, börnunum okkar, samskiptunum og andlegu heilbrigði. Við Íslendingar höfum lengi lagt áherslu á ásýnd og útlit, en það er ekki þar sem gæði samfélagsins ráðast. Víða í Evrópu er áherslan önnur. Þar er meiri rækt lögð við innviði, félagslegt réttlæti og geðheilsu en minna við yfirborðið. Í Helsinki og Kaupmannahöfn hafa verið byggð upp sjálfbær borgarsamfélög með áherslu á samgöngur, græn svæði og aðgengi allra. Þar er ekki allt glansandi en borgirnar virka, og fólk hefur það almennt gott. Hér á landi er einnig verið að vinna markvisst að betra samfélagi. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á umferðaröryggi, betri göngu- og hjólastíga, hraðatakmarkanir og nýtt skipulag gatna og ljósastýringar. Slíkar breytingar kalla eðlilega fram óánægju hjá hluta íbúa, en þær eru nauðsynlegar til að bæta öryggi og draga úr slysum. Borg sem vill vera nútímaleg þarf að þora að breytast, og stundum þýðir það að þola tímabundin óþægindi fyrir langtíma ávinning. Umferðarþungi í Reykjavík á álagstímum er hins vegar raunverulegt vandamál sem hefur áhrif á lífsgæði margra. Þúsundir ökumanna koma daglega úr nágrannasveitum til vinnu í borginni. Þetta ferðamynstur veldur bæði mengun og töfum sem bitna á íbúum borgarinnar sjálfrar. Það væri því eðlilegt að hefja opna og málefnalega umræðu um það hvort þeir sem sækja störf til Reykjavíkur án þess að búa hér ættu að taka þátt í að standa undir þeim kostnaði sem slíkur umferðarþungi skapar. Slíkt væri ekki refsiaðgerð heldur spurning um sanngirni og ábyrgð fyrir íbúa borgarinnar. Auðvitað þarf slíkt að fara saman við raunhæfar úrbætur í almenningssamgöngum. Áður en hægt er að leggja á slíka skatta eða gjöld þarf að tryggja gott úrval ferða, áreiðanleika og þjónustu sem gerir fólki kleift að velja vistvænni leiðir. Stór bílastæði við borgarmörk og góðar tengingar með strætó, hjólum eða jafnvel léttlestum gætu létt á þrýstingi í miðborginni. Þannig hefur verið staðið að málum víða í Evrópu, meðal annars í Prag þar sem almenningssamgöngur eru öflugar en samt er rætt um að takmarka bílaumferð þeirra sem ekki búa í borginni sjálfri. Þ.e. að hvetja til notkunar almenningssamgangna. Á sama tíma verðum við að horfa lengra. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er óumflýjanleg og ungt fólk þarf íbúðir og tækifæri. Við getum ekki staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun heldur þurfum við að þétta byggð, efla samgöngur og gera borgina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við komum ekki í veg fyrir framþróun og fólksfjölgun. Það sem mestu skiptir er þó ekki steypan né ljósin, heldur fólkið. Við þurfum að leggja meiri áherslu á andlega heilsu, uppeldi og mannleg samskipti. Pirringur og gremja í samfélaginu hefur aukist og það sést í daglegu lífi. Við þurfum ekki að hafa skelina fullkomna, borgin verður aldrei gallalaus, en hún getur verið góð og manneskjuleg. Við verðum að læra að tala saman aftur, sýna þolinmæði og virðingu. Reykjavík er þegar falleg. Það sem vantar er að við lærum að sjá fegurðina án þess að krefjast fullkomnunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun