Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 22:53 Maður á Gasa flytur stúku á Al-Shifa spítalann á Gasa eftir árásirnar í dag. AP Að minnsta kosti tuttugu og fjórir létust í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag og er dagurinn því einn sá mannskæðasti frá því að vopnahlé tók gildi í byrjun október. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa verið að bregðast við meintu broti Hamasliða. Þau segjast hafa drepið fimm Hamasliða. Yfirvöld á Gasaströndinni greina frá andlátunum samkvæmt AP. Enn fremur segir að um 54 manns séu særðir. Unicef benti á í gær að um 280 Palestínumenn, þar af um 67 börn, hefðu látið lífið á Gasa frá því að vopnahléið hófst. Það gera um tvö börn á dag. Reuters hefur eftir sjónarvottum og heilbrigðisstarfsfólki að fyrsta flugskeytið hafi hafnað á bíl í hverfinu Rimal, sem er afar þéttbýlt rétt eins og Gasaströndin öll. Mikill eldur kviknaði á svæðinu en niðurlögum hans var ráðið. Skömmu síðar hafi tvö flugskeyti lent á tveimur húsum í borginni Deir Al-Balah, fyrir miðju Gasa, og drepið þar um tíu manns. Síðar í dag lenti svo annað loftskeyti Ísraelsmanna í vestanverðri Gasaborg og drap hið minnsta fimm Palestínumenn, að sögn sjúkraflutningamanna. Ísraelsher heldur því fram að palestínskur byssumaður hafi farið inn á svæði á Gasa sem Ísrael hefur lagt undir sig og skotið á hermenn. Hann hafi misnotað „mannúðarvegin á svæðinu sem mannúðaraðstoð er flutt um“ á sunnanverðu Gasasvæðinu. Herinn kallaði þetta „ósvífið brot á vopnahléssamningnum“. Herinn segist hafa verið að svara þessu. Fulltrúi Hamasliða segir við Reuters að samtökin þvertaki fyrir ásakanir Ísraelsmanna og kallar þær „afsökun til að drepa.“ Samtökin séu staðráðin í að virða vopnahléið. Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléð sem hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hamas sögðu í dag að gjörðir milligöngumanna og Bandaríkin þyrftu einhvern veginn að bregðast við framgöngu Ísraelsmanna. Ísraelsmenn óskuðu einnig eftir því við milligöngumenn að þeir krefðust þess að Hamas uppfylltu sinn hluta í vopnahlénu og skiluðu síðustu þremur látnu gíslunum og kláruðu afvopnun sína, samkvæmt því sem fram kom í yfirlýsingu forsætisráðuneytis Benjamíns Netanjahús. Herin hafi drepið fimm Hamasliða í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Yfirvöld á Gasaströndinni greina frá andlátunum samkvæmt AP. Enn fremur segir að um 54 manns séu særðir. Unicef benti á í gær að um 280 Palestínumenn, þar af um 67 börn, hefðu látið lífið á Gasa frá því að vopnahléið hófst. Það gera um tvö börn á dag. Reuters hefur eftir sjónarvottum og heilbrigðisstarfsfólki að fyrsta flugskeytið hafi hafnað á bíl í hverfinu Rimal, sem er afar þéttbýlt rétt eins og Gasaströndin öll. Mikill eldur kviknaði á svæðinu en niðurlögum hans var ráðið. Skömmu síðar hafi tvö flugskeyti lent á tveimur húsum í borginni Deir Al-Balah, fyrir miðju Gasa, og drepið þar um tíu manns. Síðar í dag lenti svo annað loftskeyti Ísraelsmanna í vestanverðri Gasaborg og drap hið minnsta fimm Palestínumenn, að sögn sjúkraflutningamanna. Ísraelsher heldur því fram að palestínskur byssumaður hafi farið inn á svæði á Gasa sem Ísrael hefur lagt undir sig og skotið á hermenn. Hann hafi misnotað „mannúðarvegin á svæðinu sem mannúðaraðstoð er flutt um“ á sunnanverðu Gasasvæðinu. Herinn kallaði þetta „ósvífið brot á vopnahléssamningnum“. Herinn segist hafa verið að svara þessu. Fulltrúi Hamasliða segir við Reuters að samtökin þvertaki fyrir ásakanir Ísraelsmanna og kallar þær „afsökun til að drepa.“ Samtökin séu staðráðin í að virða vopnahléið. Ísraelsmenn og Hamasliðar hafa ítrekað sakað hvorn annan um að brjóta vopnahléð sem hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hamas sögðu í dag að gjörðir milligöngumanna og Bandaríkin þyrftu einhvern veginn að bregðast við framgöngu Ísraelsmanna. Ísraelsmenn óskuðu einnig eftir því við milligöngumenn að þeir krefðust þess að Hamas uppfylltu sinn hluta í vopnahlénu og skiluðu síðustu þremur látnu gíslunum og kláruðu afvopnun sína, samkvæmt því sem fram kom í yfirlýsingu forsætisráðuneytis Benjamíns Netanjahús. Herin hafi drepið fimm Hamasliða í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira