Körfubolti

Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðskonan Danielle Rodriguez var atkvæðamikil hjá Njarðvík með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í kvöld.
Landsliðskonan Danielle Rodriguez var atkvæðamikil hjá Njarðvík með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar í kvöld. Vísir/Anton Brink

Njarðvík lenti í vandræðum á móti nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld en komst í toppsætið með sigri. Tindastóll vann botnlið deildarinnar á sama tíma.

Njarðvík vann 94-83 útisigur á Ármanni í hörkuleik sem var jafnari en flestir bjuggust við enda liðin á sitthvorum enda töflunnar.

Ármenningar byrjuðu mjög vel, komust í 21-11, 26-17 og voru fimm stigum yfir í hálfleik, 48-43.

Ármann var einu stigi yfir, 70-69, fyrir lokaleikhlutann en hann unnu Njarðvíkurkonur 25-13 og tryggðu sér sigur.

Landsliðskonan Danielle Rodriguez var atkvæðamikil hjá Njarðvík með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar en Paulina Hersler skoraði einnig 24 stig. Brittany Dinkins skoraði 16 stig og Hulda María Agnarsdóttir var með 14 stig.

Dzana Crnac skoraði 21 stig fyrir Ármann og Khiana Johnson var með 20 stig og 7 stoðsendingar. Fyrirliðinn Jónína Þórdís Karlsdóttir var sóðan með 14 stig, 12 fráköst og 6 stoðs

Tindastóll vann tveggja stiga sigur á Hamar/Þór, 80-78, á Sauðárkróki og endaði fimm leikja taphrinu sína.

Leikurinn var jafn og spennandi og Hamars/Þórs-liðið nálægt sínum fyrsta sigri á leiktíðinni. Þetta var aðeins annar sigur Tindastólsliðsins.

Stólarnir voru sterkari í lokin, skoruðu níu stig í röð á lokamínútum leiksins og breyttu stöðunni úr 70-71 í 79-71.

Madison Sutton var með 20 stig og 19 fráköst fyrir Tindastól, Marta Hermida skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Alejandra Martinez var með 20 stig.

Mariana Duran var atkvæðamikil hjá Hamar/Þór með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en Jadakiss Guinn skoraði 18 stig. Jóhanna Ýr Ágústsdóttir var með 14 stig og Ellen Iversen bætti við 14 stigum og 10 fráköstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×