„Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2025 21:37 Hilmar Pétursson átti flottan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann gríðarlega öflugan ellefu stiga sigur 101-90 á Álftanes þegar liðin mættust í Blue höllinni í kvöld. Hilmar Pétursson átti flottan leik fyrir heimamenn og var að vonum sáttur með sigurinn. „Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum. Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
„Gott að fara með sigur inn í landsleikjahlé og þurfa ekki að hugsa um eitthvað tap í heila viku“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Keflavík hafa gert heimavöll sinn aftur að alvöru vígi sem erfitt er að mæta þeim á. „Við viljum að það sé erfitt að koma hingað og vinna leik. Við ætlum að reyna fara héðan alltaf með sigra“ Sigurður Pétursson bróðir Hilmars Péturssonar leikur nú með Álftanes en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Það var því svekkjandi að fá ekki bræðra slag í kvöld. „Það var svekkjandi en því miður þá meiddist hann á móti Val. Hann meiddist eitthvað aftan í læri. Það væri skemmtilegra að spila heilan leik heill í staðin fyrir að reyna að vera eitthvað meiddur að spila en það er samt mjög jákvætt að geta farið til mömmu og pabba og montað sig aðeins fyrir framan þau og hann“ Það mátti heyra á Hilmari að montrétturinn væri mikilvægur. „Það verður vonandi matarboð fljótlega þar sem allir mæta og ég með montréttinn. Vonandi verður hann svo bara heill“ Liðsheildin var það sem skóp þennan sigur að mati Hilmars. „Ég held að það hafi verið bara liðsheildin, bæði sóknarlega og varnarlega. Þeir fóru í svæðisvörn og það tók okkur alveg af laginu en sem betur fer þá spiluðu þeir það ekki allan leikinn því þá hefði þetta örugglega farið öðruvísi en við erum finnst mér alltaf að verða betri saman sem lið og það er mjög jákvætt“ Álftnesingar náðu smá áhlaupi í fjórða leikhluta og söxuðu vel á gott forskot Keflavíkur. Aðspurður um hvort það hafi farið um hann viðurkenndi hann að honum stóð ekkert á sama. „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei. Við reyndum bara að halda ró okkar og gera það sem við gerum best en það skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi, það er hver klárar það fyrstur“ sagði Hilmar Pétursson að lokum.
Keflavík ÍF Körfubolti Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira