Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 09:03 Sólveig Jónsdóttir færir sig milli hæða í húsnæði Íþróttasambands Íslands og tekur við sem framkvæmdastjóri Handknattleiksambands Íslands. Vísir/Sigurjón HSÍ opinberaði í gær nýjan framkvæmdastjóra sambandsins sem tekur við störfum um áramótin. Fjárhagsstaða sambandsins er aðkallandi verkefni. Valur Páll Eiríksson leit við á skrifstofunni hjá Fimleikasambandinu til að tala um handbolta. „Það eru breytingar hér í Laugardalnum. Handknattleikssambandið hefur leitað að nýjum framkvæmdastjóra um hríð og hann er nú fundinn. Hún flytur sig um eina hæð hér í húsinu. Sólveig Jónsdóttir hefur verið hjá Fimleikasambandinu í um tólf ár en hlakkar nú til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Handboltinn er náttúrulega svolítið þjóðaríþróttin okkar og það elska allir janúar. Þannig að ég hugsaði bara að ég hefði margt fram að færa sem ég hef lært núna undanfarin ár í mínu starfi. Og það er mikil ástríða á skrifstofu HSÍ, þannig að saman held ég að þetta verði bara einhver svona gleðikokteill,“ sagði Sólveig Jónsdóttir en hverjar eru einmitt helstu áskoranirnar í þessu nýja starfi? „Ég held að það séu bara alls staðar, heilt yfir allar íþróttir, hvert sem við horfum, hjá sambandinu, sérsamböndunum, eða félögunum eða hvar sem við erum. Þetta náttúrulega kostar allt peninga og það vantar peninga inn í hreyfinguna. Við erum að tryggja það að börn á Íslandi geti stundað íþróttir, óháð efnahag. Það er bara stórt mál fyrir okkur sem samfélag. Við hljótum að vilja búa til gott samfélag fyrir börnin okkar,“ sagði Sólveig. Fjárhagur HSÍ hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Taprekstur upp á 120 milljónir undanfarin tvö ár gerir til að mynda að verkum að skera þarf niður í starfsumhverfi landsliðanna. Sólveig segist aftur á móti fremur vera spennt heldur en stressuð að takast á við þá áskorun. „Það er gaman að takast á við verkefni og það er gaman að finna góðar lausnir. Ég einhvern veginn trúi því að ef fólk vinnur saman, þá sé hægt að finna farsælar lausnir sem að væri líka bara svolítið gaman að vera partur af. Þetta er bara verkefni niður til að leysa og það er bara skemmtilegt,“ sagði Sólveig. Fleira kemur fram í viðtalinu við Sólveigu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Færir sig úr fimleikunum í handboltann HSÍ Fimleikar Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Valur Páll Eiríksson leit við á skrifstofunni hjá Fimleikasambandinu til að tala um handbolta. „Það eru breytingar hér í Laugardalnum. Handknattleikssambandið hefur leitað að nýjum framkvæmdastjóra um hríð og hann er nú fundinn. Hún flytur sig um eina hæð hér í húsinu. Sólveig Jónsdóttir hefur verið hjá Fimleikasambandinu í um tólf ár en hlakkar nú til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Handboltinn er náttúrulega svolítið þjóðaríþróttin okkar og það elska allir janúar. Þannig að ég hugsaði bara að ég hefði margt fram að færa sem ég hef lært núna undanfarin ár í mínu starfi. Og það er mikil ástríða á skrifstofu HSÍ, þannig að saman held ég að þetta verði bara einhver svona gleðikokteill,“ sagði Sólveig Jónsdóttir en hverjar eru einmitt helstu áskoranirnar í þessu nýja starfi? „Ég held að það séu bara alls staðar, heilt yfir allar íþróttir, hvert sem við horfum, hjá sambandinu, sérsamböndunum, eða félögunum eða hvar sem við erum. Þetta náttúrulega kostar allt peninga og það vantar peninga inn í hreyfinguna. Við erum að tryggja það að börn á Íslandi geti stundað íþróttir, óháð efnahag. Það er bara stórt mál fyrir okkur sem samfélag. Við hljótum að vilja búa til gott samfélag fyrir börnin okkar,“ sagði Sólveig. Fjárhagur HSÍ hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Taprekstur upp á 120 milljónir undanfarin tvö ár gerir til að mynda að verkum að skera þarf niður í starfsumhverfi landsliðanna. Sólveig segist aftur á móti fremur vera spennt heldur en stressuð að takast á við þá áskorun. „Það er gaman að takast á við verkefni og það er gaman að finna góðar lausnir. Ég einhvern veginn trúi því að ef fólk vinnur saman, þá sé hægt að finna farsælar lausnir sem að væri líka bara svolítið gaman að vera partur af. Þetta er bara verkefni niður til að leysa og það er bara skemmtilegt,“ sagði Sólveig. Fleira kemur fram í viðtalinu við Sólveigu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Færir sig úr fimleikunum í handboltann
HSÍ Fimleikar Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira