Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 15:47 Patrick Beverley lék í NBA-deildinni í tólf ár og var þekktur fyrir góðan varnarleik. Getty/Stacy Revere Patrick Beverley, fyrrverandi bakvörður í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn á föstudag í Texas, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira