Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2025 17:17 Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands Vísir/Getty Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótolta, hefur nú svarað fullyrðingum sem Mary Earps, fyrrverandi markvörður landsliðsins setti fram um ákvörðun sína að hætta spila fyrir landsiðið í nýútkominni ævisögu sinni. Í nýútgefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-landsleiki fyrir England og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022, að Wiegman verðlaunaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í landsliðið. Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska landsliðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lélegt hugarfar. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wiegman viðraði þá hugmynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í landsliðið. Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty Hin hollenska Wiegman, sem hefur notið mikillar velgengni í starfi og stýrt enska landsliðinu til sigurs bæði á HM og EM, þvertekur fyrir fullyrðinar Earps þess efnis að hún verðlauni slæma hegðun og svaraði þeim á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wiegman á blaðamannafundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða markverði í markvarðateyminu og þá erum við með fleiri góða markverði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“ Upplifanir einstaklinga geti verið mismunandi. Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty „Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“ Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wiegman því neitandi. Earps segist þá hafa tjáð Wiegman að henni litist ekki vel á þær fyrirætlanir landsliðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska landsliðinu. Earps lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Englands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á spænska landsliðinu í úrslitaleiknum. Enska landsliðið er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2027 en auk þessara liða eru landslið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli. HM 2027 í Brasilíu Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Í nýútgefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-landsleiki fyrir England og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022, að Wiegman verðlaunaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í landsliðið. Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska landsliðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lélegt hugarfar. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wiegman viðraði þá hugmynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í landsliðið. Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty Hin hollenska Wiegman, sem hefur notið mikillar velgengni í starfi og stýrt enska landsliðinu til sigurs bæði á HM og EM, þvertekur fyrir fullyrðinar Earps þess efnis að hún verðlauni slæma hegðun og svaraði þeim á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wiegman á blaðamannafundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða markverði í markvarðateyminu og þá erum við með fleiri góða markverði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“ Upplifanir einstaklinga geti verið mismunandi. Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty „Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“ Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wiegman því neitandi. Earps segist þá hafa tjáð Wiegman að henni litist ekki vel á þær fyrirætlanir landsliðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska landsliðinu. Earps lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Englands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á spænska landsliðinu í úrslitaleiknum. Enska landsliðið er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2027 en auk þessara liða eru landslið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli.
HM 2027 í Brasilíu Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira