Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Draymond Green fór að deila við stuðningsmanna New Orleans Pelicans í miðjum leik. Getty/Sean Gardner NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025 NBA Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Draymond Green lenti þá í deilum við áhorfanda sem hafði verið að kalla á hann inn á völlinn. Áhorfandinn stóð og fagnaði eftir að dæmt hafði verið skotvilla á Draymond Green. Á meðan leikmenn tóku sér stöðu við vítateiginn fyrir vítaskot Jones gekk Draymond Green að brosandi áhorfandanum og stóð aðeins nokkrum sentímetrum frá honum á meðan þeir ræddu saman. Draymond Green gets into with a Pelicans fan 😳 pic.twitter.com/G16xgKnt3E— Fullcourtpass (@Fullcourtpass) November 17, 2025 Dómarar leiksins gengu fljótt á milli þeirra og drógu Draymond Green í burtu á meðan öryggisverðir söfnuðust saman og ræddu við áhorfandann, sem virtist enn skemmta sér vel yfir þessum samskiptum. Áhorfandinn heitir Sam Green og sagðist hafa verið að egna Draymond Green með hrópum um „Angel Reese“ vegna þess að nokkur af fyrstu fráköstum stjörnunnar hjá Warriors komu eftir að eigin skot af stuttu færi fóru forgörðum. Þar á meðal var sókn Golden State þar sem Green klikkaði á fimm skotum í röð og tók fyrstu fjögur fráköstin. „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu,“ sagði Draymond Green við fréttamenn eftir leikinn og útskýrði síðar að áhorfandinn hefði verið að kalla hann með „kvenmannsnafni“. „Þetta var góður brandari til að byrja með, en þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu. Ég á fjögur börn og eitt á leiðinni. Þú getur ekki haldið áfram að kalla mig konu,“ sagði Green. Sam Green sagði að Draymond Green hefði hrópað blótsyrðum að honum og hótað að berja hann ef hann héldi áfram með „Angel Reese“-hrópin, sem er vísun í WNBA-stjörnuna og fyrrverandi leikmann LSU sem setti nokkur frákastamet hjá LSU og SEC. Reese er frábær frákastari en einnig dugleg við að taka fráköst af eigin skotum. Svo dugleg að hún fékk einkarétt á hugtakinu Mebounds. Sniðugir netverjar ætluðu þá að stríða henni með því að kalla fráköstin hennar Mebounds af því að hún var alltaf að taka fráköst af eigin misheppnuðum skotum. Reese sneri hins vegar vörn í sókn. „Ég var ekki að nota blótsyrði og að hann skyldi ganga tólf fet af vellinum til að koma og standa framan í mér svona, það var svolítið óþægilegt,“ sagði Sam Green, sem fékk viðvörun frá öryggisvörðum en fékk að vera áfram í sæti sínu í fremstu röð. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði í athugasemdum eftir leik að hann gæti ekki tjáð sig mikið um áreksturinn þar sem hann væri ekki viss um hvað hefði verið sagt. „Svo lengi sem þetta stigmagnast ekki er í lagi fyrir leikmann að fara og ræða málin,“ sagði Kerr. „Það hefði verið gott ef öryggisverðir hefðu komið aðeins fyrr,“ sagði Kerr. Here is Draymond Green on his fan interaction in New Orleans tonight“He just kept calling me a woman.”He credited official Courtney Kirkland for coming over and handling it pic.twitter.com/XT5uMXvfv9— Anthony Slater (@anthonyVslater) November 17, 2025
NBA Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira