Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2025 07:22 Maliya Abdul Hamid Hassan Ali heldur á mynd af bróður sínum sem tekin var í brúðkaupi hans. Bróðir hennar var drepinn í árásinni í Haditha árið 2005. Getty/Akram Saleh Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira