Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:32 Mikaela Shiffrin fagnar með nýjasta hreindýrinu sínu. Getty/Christophe Pallot Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Sjá meira
Bandaríska skíðagoðsögnin Mikaela Shiffrin fagnaði sigri í fyrsta svigmóti heimsbikarsins sem er eitthvað sem við höfum séð margoft áður. Það er ekki hægt að segja það sama um verðlaunaafhendinguna sem hefur skapað þessu árlega móti mikla sérstöðu. Shiffrin byrjaði tímabilið vel en það hófst með svigmóti í Levi, skíðasvæði í finnskum hluta Lapplands, sem er hluti af stærra svæði Sápmi og er langt norðan við heimskautsbaug. Mikaela Shiffrin með sjálfum jólasveininumGetty/Christophe Pallot Finnarnir gefa ekkert eftir í baráttunni um að eigna sér jólasveininn og verðlaunaafhendingin er gott dæmi um það. Jólasveinninn mætti til Shiffrin á verðlaunapallinn og afhenti henni hreindýr að gjöf. „Ég treysti á æfingarnar og góða vinnu sumarsins,“ sagði þessi þrítuga skíðakona, sem mun keppa um sín þriðju Ólympíugullverðlaun á leikunum í Mílanó-Cortina í febrúar næstkomandi. Shiffrin var fljótust í báðum ferðum og sigraði albanska táninginn Lara Colturi með 1,66 sekúndna mun. „Það var virkilega gaman að keppa í dag. Á þessu tímabili er mikilvægt að byrja með virkilega gott hugarfar. Ég er bara ofboðslega glöð. Þetta er farið að líkjast meira heimili. Það er líka farið að líkjast jólum,“ sagði Mikaela Shiffrin kát. Það sérstaka við þetta er að það er mikil hefð fyrir slíkum verðlaunum á mótinu í Finnlandi og það þekkir Shiffrin líka vel. Þetta var níundi sigur hennar í Levi, sem þýðir að hún mun bæta níunda hreindýrinu við hjörðina sína, sem býr á bóndabæ í nágrenninu. Shiffrin heimsótti hin átta, Rudolph, Sven, Mr Gru, Ingemar, Sunny, Lorax, Grogu og Rori, í fyrra. Þau fara því ekki með henni aftur til Bandaríkjanna en hún er komin með heila hreindýrahjörð. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Skíðaíþróttir Finnland Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Sjá meira