Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. nóvember 2025 00:18 Olíuborpallur og vindmyllur utan við Mön í Írlandshafi. Getty Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. Breska blaðið Telegraph fjallar um skýrsluna en í henni stendur að Bretar eigi í hættu á að verða helteknir af „umhverfisótta,“ „umhverfisreiði,“ og „umhverfissorg.“ Andlegri heilsu þeirra gæti hrakað vegna mikils loftslagskvíða, og það gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu. Loftslagsmeðvitund valdi sorg og ótta Einn kafli í skýrslunni fjallar um andleg áföll sem fórnarlömb flóða, þurrka, og skógarelda verða fyrir. Í kaflanum er einnig fjallað um þá sem hafa „gríðarlega loftslagsmeðvitund“ og andleg áföll sem fólk verður fyrir sökum þess. Sagt er að loftslagsmeðvitund geti valdið sorg, reiði, ótta, áhyggjum, svefnvandræðum, kvíðaköstum og angist. Í skýrslunni segir: „Loftslagsbreytingar geta haft í för með sér aukin andleg veikindi sem leiðir af sér aukna fíkniefnaneyslu.“ Aktívismi geti dregið úr einkennum loftslagskvíða Í skýrslunni er tekið fram að aktívismi og sá verknaður að „grípa til aðgerða í þágu loftslags“ geti dregið úr kvíða tengdum loftslagsmálum, og geti hjálpað fólki að finnast þau hafa meiri stjórn á málunum. Auk þess geti loftslagsaktívismi leitt til þess að fólk finni sér hóp sem fólki finnst það tilheyra og það geti dregið úr einmanaleika. Í skýrslunni segir að með hækkandi hita muni tíðni andlegra veikinda einnig hækka, með tilheyrandi kostnaði fyrir velferðarkerfið í framtíðinni. Prófessor Robin May, yfirmaður vísindarannsókna hjá heilbrigðisráðuneyti Bretlands, segir að skýrslan leiði það í ljós að það sé mikið hægt að gera til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á andlega heilsu Breta. „Við munum ráðast í skilvirkar aðgerðir á þessu sviði, safna saman kröftum okkar og gera það sem þarf.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira
Breska blaðið Telegraph fjallar um skýrsluna en í henni stendur að Bretar eigi í hættu á að verða helteknir af „umhverfisótta,“ „umhverfisreiði,“ og „umhverfissorg.“ Andlegri heilsu þeirra gæti hrakað vegna mikils loftslagskvíða, og það gæti leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu. Loftslagsmeðvitund valdi sorg og ótta Einn kafli í skýrslunni fjallar um andleg áföll sem fórnarlömb flóða, þurrka, og skógarelda verða fyrir. Í kaflanum er einnig fjallað um þá sem hafa „gríðarlega loftslagsmeðvitund“ og andleg áföll sem fólk verður fyrir sökum þess. Sagt er að loftslagsmeðvitund geti valdið sorg, reiði, ótta, áhyggjum, svefnvandræðum, kvíðaköstum og angist. Í skýrslunni segir: „Loftslagsbreytingar geta haft í för með sér aukin andleg veikindi sem leiðir af sér aukna fíkniefnaneyslu.“ Aktívismi geti dregið úr einkennum loftslagskvíða Í skýrslunni er tekið fram að aktívismi og sá verknaður að „grípa til aðgerða í þágu loftslags“ geti dregið úr kvíða tengdum loftslagsmálum, og geti hjálpað fólki að finnast þau hafa meiri stjórn á málunum. Auk þess geti loftslagsaktívismi leitt til þess að fólk finni sér hóp sem fólki finnst það tilheyra og það geti dregið úr einmanaleika. Í skýrslunni segir að með hækkandi hita muni tíðni andlegra veikinda einnig hækka, með tilheyrandi kostnaði fyrir velferðarkerfið í framtíðinni. Prófessor Robin May, yfirmaður vísindarannsókna hjá heilbrigðisráðuneyti Bretlands, segir að skýrslan leiði það í ljós að það sé mikið hægt að gera til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á andlega heilsu Breta. „Við munum ráðast í skilvirkar aðgerðir á þessu sviði, safna saman kröftum okkar og gera það sem þarf.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira