Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 08:33 Hjónin Kylie Mantz og Conner Mantz eru bæði öflugir hlauparar. @kyliehmantz Sigur Kylie Mantz í Fresno-maraþoninu í Kaliforníu vakti athygli, bæði fyrir það að hún var að hlaupa maraþonhlaup í fyrsta sinn en einnig hvernig hún nýtti sér eiginmanninn í hlaupinu. Í sínu fyrsta maraþoni vann Kylie Mantz Two Cities-maraþonið í Fresno á tímanum 2:43:49 klst. Eiginmaður hennar, Ólympíufarinn Conner Mantz, var herinn hennar alla 42,2 kílómetrana sem hélt uppi hraðanum fyrir hana. Kylie, sem er á lokaári í BYU-háskólanum, ólst upp í nálægum bæ, Clovis, og sneri aftur til að keppa á sömu götunum og hún hóf að hlaupa á. Hérinn hennar og eiginmaðurinn var reyndar enginn áhugamaður þegar kemur að langhlaupum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Marathon Handbook (@marathon.handbook) Conner, sem nýlega hafði sett bandarískt maraþonmet í Chicago þremur vikum áður, hélt henni á lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í byrjun hlaupsins. Um miðbik hlaupsins gerðu þreyta og vandamál með næringarneyslu vart við sig. „Að stoppa er ekki í boði,“ sagði Conner við hana þegar hún sagðist vilja hætta. Hún hélt áfram, hægði aðeins á sér en sigraði samt með miklum yfirburðum. Kylie byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en eftir að hún giftist Conner fyrir tveimur árum. Innan árs gekk hún í frjálsíþrótta- og víðavangshlaupalið kvenna í BYU og hljóp 10.000 metra á 34:57 í Stanford-háskólanum. Fyrsta hlaupið hennar í Fresno snerist ekki um fullkomnun því það var að hennar mati bara prófraun. Hún hélt lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í 29 kílómetra áður en hún hægði á sér og sagði hlaupið hafa verið „auðmýkjandi“, og hún er þakklát fyrir það en segist jafnframt vera hungruð í að bæta sig. Með því að velja lítið maraþon í heimabæ sínum í stað stórs viðburðar gat Mantz einbeitt sér að því að læra og þurfti ekki að vera í sviðsljósinu. Frammistaða hennar gefur líka góða vísbendingu um ónýtta möguleika og upphaf langhlaupaferils sem vert er að fylgjast með. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Í sínu fyrsta maraþoni vann Kylie Mantz Two Cities-maraþonið í Fresno á tímanum 2:43:49 klst. Eiginmaður hennar, Ólympíufarinn Conner Mantz, var herinn hennar alla 42,2 kílómetrana sem hélt uppi hraðanum fyrir hana. Kylie, sem er á lokaári í BYU-háskólanum, ólst upp í nálægum bæ, Clovis, og sneri aftur til að keppa á sömu götunum og hún hóf að hlaupa á. Hérinn hennar og eiginmaðurinn var reyndar enginn áhugamaður þegar kemur að langhlaupum sem þessum. View this post on Instagram A post shared by Marathon Handbook (@marathon.handbook) Conner, sem nýlega hafði sett bandarískt maraþonmet í Chicago þremur vikum áður, hélt henni á lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í byrjun hlaupsins. Um miðbik hlaupsins gerðu þreyta og vandamál með næringarneyslu vart við sig. „Að stoppa er ekki í boði,“ sagði Conner við hana þegar hún sagðist vilja hætta. Hún hélt áfram, hægði aðeins á sér en sigraði samt með miklum yfirburðum. Kylie byrjaði ekki að hlaupa af alvöru fyrr en eftir að hún giftist Conner fyrir tveimur árum. Innan árs gekk hún í frjálsíþrótta- og víðavangshlaupalið kvenna í BYU og hljóp 10.000 metra á 34:57 í Stanford-háskólanum. Fyrsta hlaupið hennar í Fresno snerist ekki um fullkomnun því það var að hennar mati bara prófraun. Hún hélt lágmarkshraða fyrir Ólympíuúrtökumótið í 29 kílómetra áður en hún hægði á sér og sagði hlaupið hafa verið „auðmýkjandi“, og hún er þakklát fyrir það en segist jafnframt vera hungruð í að bæta sig. Með því að velja lítið maraþon í heimabæ sínum í stað stórs viðburðar gat Mantz einbeitt sér að því að læra og þurfti ekki að vera í sviðsljósinu. Frammistaða hennar gefur líka góða vísbendingu um ónýtta möguleika og upphaf langhlaupaferils sem vert er að fylgjast með. View this post on Instagram A post shared by CITIUS MAG | Running + Track and Field News (@citiusmag)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira