Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2025 16:03 Eftir lagabreytingu gærdagsins er mun líklegra að þessi hundur fái að búa í fjölbýlishúsi. Vísir/Arnar Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja. Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja.
Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira