Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Agnar Már Másson skrifar 12. nóvember 2025 18:43 Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt. Vísir/Anton Brink Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Frumvarpið var samþykkt við atkvæðagreiðslu á þingfundi í dag en þriðju umræðu um frumvarpið lauk í gær. Alþingi samþykkti það með 33 atkvæðum en átta sögðu nei og aðrir átta sátu hjá. Flokkur fólksins lagði fjórum sinnum fram sambærilegt frumvarp þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en málið náði ekki fram að ganga. Inga telur að breytingunum sé ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks óháð efnahag og búsetu þar sem fyrri lög hefðu orðið til þess að íbúar í fjöleignarhúsum hefðu haft minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk í sérbýli. Um væri að ræða sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald. „Við tökum mið af því hvernig fólk býr og lifir – og við treystum fólki til að axla ábyrgð,“ er haft upp úr ræðu Ingu í tilkynningu frá stjórnarráðinu. „Á undanförnum árum hafa áhrif gæludýra á líðan fólks fengið aukna athygli. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að nærvera gæludýra eykur vellíðan, dregur úr einmanaleika og ýtir undir hreyfingu og útiveru. Margir líta á hund eða kött sem fjölskyldumeðlim og mikilvægan félaga þeirra sem búa einir – ekki síst eldra fólk og ungt fólk í viðkvæmri stöðu.“ Þarf tvo þriðju til að banna Lögin hafa það í för með sér að fólk sem býr í fjöleignarhúsum og deilir stigagangi með öðrum þurfi ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að eiga hund eða kött. Húsfélög munu þó geta sett reglur um hunda- og kattahaldið en eigendur geta þá sammælst um nánara fyrirkomulag dýrahaldsins, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar. Slíkar reglur geti þó eðli málsins samkvæmt ekki gengið svo langt að þær girði fyrir hunda- eða kattahald í húsinu enda væri það andstætt markmiði laganna. Húsfélög geta áfram lagt bann við hundum og köttum ef dýrin valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur bregðast ekki við áminningum húsfélagsins og ráða bót þar á. Þannig gæti húsfélag til dæmis bannað einstök tilvik dýrahalds ef ofnæmi er á svo háu stigi að sambýli við dýrið yrði óbærilegt og ekki væri hægt að finna lausnir til að ráða bót þar á. Húsfélagið getur þó bannað viðkomandi dýrahald með samþykki 2/3 hluta eigenda og gert eiganda dýrsins að fjarlægja það úr húsinu. Dæmi um slíkt brot er lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð, sem telst alvarlegt brot í þessum skilningi samkvæmt lögunum. Hundar Kettir Gæludýr Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fjölbýlishúsa Dýr Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt við atkvæðagreiðslu á þingfundi í dag en þriðju umræðu um frumvarpið lauk í gær. Alþingi samþykkti það með 33 atkvæðum en átta sögðu nei og aðrir átta sátu hjá. Flokkur fólksins lagði fjórum sinnum fram sambærilegt frumvarp þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu en málið náði ekki fram að ganga. Inga telur að breytingunum sé ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks óháð efnahag og búsetu þar sem fyrri lög hefðu orðið til þess að íbúar í fjöleignarhúsum hefðu haft minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk í sérbýli. Um væri að ræða sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald. „Við tökum mið af því hvernig fólk býr og lifir – og við treystum fólki til að axla ábyrgð,“ er haft upp úr ræðu Ingu í tilkynningu frá stjórnarráðinu. „Á undanförnum árum hafa áhrif gæludýra á líðan fólks fengið aukna athygli. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að nærvera gæludýra eykur vellíðan, dregur úr einmanaleika og ýtir undir hreyfingu og útiveru. Margir líta á hund eða kött sem fjölskyldumeðlim og mikilvægan félaga þeirra sem búa einir – ekki síst eldra fólk og ungt fólk í viðkvæmri stöðu.“ Þarf tvo þriðju til að banna Lögin hafa það í för með sér að fólk sem býr í fjöleignarhúsum og deilir stigagangi með öðrum þurfi ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að eiga hund eða kött. Húsfélög munu þó geta sett reglur um hunda- og kattahaldið en eigendur geta þá sammælst um nánara fyrirkomulag dýrahaldsins, svo sem um umgengni og afnot á einstökum hlutum sameignar. Slíkar reglur geti þó eðli málsins samkvæmt ekki gengið svo langt að þær girði fyrir hunda- eða kattahald í húsinu enda væri það andstætt markmiði laganna. Húsfélög geta áfram lagt bann við hundum og köttum ef dýrin valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur bregðast ekki við áminningum húsfélagsins og ráða bót þar á. Þannig gæti húsfélag til dæmis bannað einstök tilvik dýrahalds ef ofnæmi er á svo háu stigi að sambýli við dýrið yrði óbærilegt og ekki væri hægt að finna lausnir til að ráða bót þar á. Húsfélagið getur þó bannað viðkomandi dýrahald með samþykki 2/3 hluta eigenda og gert eiganda dýrsins að fjarlægja það úr húsinu. Dæmi um slíkt brot er lausaganga hunda í sameign eða á sameiginlegri lóð, sem telst alvarlegt brot í þessum skilningi samkvæmt lögunum.
Hundar Kettir Gæludýr Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fjölbýlishúsa Dýr Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira