Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er nýr húsnæðispakki ríkistjórnarinnar þýðingarmikill ungu fólki og fyrstu kaupendum? Meðal annars vegna þess að í honum felst trygging fyrir því að þessum hópum verður áfram heimilt að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst, ýmist til að greiða inn á húsnæðislán eða til að nýta sem útborgun fyrir íbúð. Tryggja á að allir fái tækifæri til þess að nýta þessa lausn, sem hefur nú staðið fólki til boða í rúman áratug. Hún verður ekki bara bundin við fyrstu kaupendur, þannig að ef þú ert ung manneskja sem hefur keypt þér eign nú þegar, en ekki verið að spara í séreign til þessa, þá er tækifærið til að fá þann mikla ábata sem felst í skattfrjálsum greiðslum inn á húsnæðislán ekki farið forgörðum. Þú getur fengið þín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu, eins og allir aðrir. En til þess þarft þú auðvitað að vera að spara í séreign. Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert að spara í séreign myndi ég kanna málið, en einungis um 60 prósent launþega á íslenskum vinnumarkaði hafa verið að safna í séreign að jafnaði undanfarinn áratug. Sparnaður sem felur í sér launahækkun Fólk er misvel upplýst um hvernig það á að safna í séreignarsparnað og kostina sem það hefur í för með sér. En það er mjög einfalt. Þú þarft einfaldlega að biðja bankann þinn, eða þá annað fjármálafyrirtæki, um að skrá þig í séreignarsparnað. Þú getur valið hvort þú leggur sjálfkrafa tvö eða fjögur prósent af launum þínum í hverjum mánuði fyrir í séreign, en óháð því hvað þú velur þá færð þú tveggja prósenta viðbótarframlag frá launagreiðanda. Séreignarsparnaður felur þannig í sér launahækkun í raun. Á næstunni verður farið í samráð um það hvernig megi fjölga þeim sem landsmönnum sem greiða í séreignarsparnað, en ljóst er að sparnaður í séreign og þar með nýting þessa forskots á fasteignamarkaði, hefur að uppistöðu verið nýttur af þeim sem hafa tekjur yfir meðallagi. Það eru helst þau sem hafa hærri laun sem spara í séreign. Mynd úr skýrslu stjórnvalda um húsnæðisstuðning frá 2022. Þetta hefur leitt af sér þá merkilegu stöðu að húsnæðisstuðningur frá hinu opinbera, hefur að miklu leyti runnið til fólks sem er yfir meðaltekjum í samfélaginu, á meðan að við höfum horft upp á stuðning við aðra hópa dragast saman. Nú tryggir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, í sínum fyrsta húsnæðispakka, að þetta úrræði geti nýst öllum landsmönnum til framtíðar. Ungu fólki sem er að koma undir sig fótunum, en einnig þeim sem ekki hafa verið að spara í séreign til þessa. Það er réttlátt og sanngjarnt. Höfundur er kennari og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun