Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 09:03 Bólusetningarvandræði þriggja landsliðsmanna þýðir að bræðurnir Alexis Mac Allister og Kevin Mac Allister fá að vera saman í argentínska landsliðinu í fyrsta sinn. Getty/Andrew Powell Kevin Mac Allister, eldri bróðir miðjumanns Liverpool, Alexis Mac Allister, hefur verið valinn í argentínska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en hann fékk útkall eftir að þrír leikmenn forfölluðust úr hópnum. Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025 HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Sjá meira
Ástæðan fyrir því að þrír leikmenn Atlético Madrid, þeir Nahuel Molina, Julián Álvarez og Giuliano Simeone, geta ekki verið með í þessum glugga er afar sérstök. Þeir fá ekki að fara með í ferðina til Afríku því þeir hafa ekki verið bólusettir fyrir gulusótt, sem er skilyrði fyrir því að koma til Angóla, að sögn argentínska knattspyrnusambandsins. 💣🚨 BREAKING - OFFICIAL: Julián Álvarez, Giuliano Simeone and Nahuel Molina have been left out of the Argentina national team for their upcoming friendly.They did not complete in time the health procedures related to the yellow fever vaccine required for entry into Angola. pic.twitter.com/gxOpVSw7eV— Atletico Universe (@atletiuniverse) November 10, 2025 Auk Mac Allister mun varnarmaður Manchester United, Lisandro Martínez, einnig koma til móts við landsliðið þrátt fyrir að hafa ekki spilað með úrvalsdeildarliðinu síðan í febrúar vegna alvarlegra hnémeiðsla. Þeir voru kallaðir inn í argentínska hópinn ásamt Emiliano Buendía úr Aston Villa. Argentínska knattspyrnusambandið staðfesti að Martínez, sem er að nálgast fullan bata eftir að hafa slitið krossband í tapi United á heimavelli gegn Crystal Palace þann 2. febrúar, verði skoðaður af læknateymi þeirra og verði með restinni af hópnum en muni þó ekki spila gegn Angóla. Stóra fréttin er því að Kevin Mac Allister mun vera í landsliðsverkefni með bróður sínum í fyrsta sinn. Alexis Mac Allister hefur verið landsliðsmaður í mörg ár en nú fær stóri bróðir einnig að vera með. Kevin, 28 ára, þakkaði liðsfélögum sínum hjá Union St.-Gilloise fyrir að hjálpa sér að láta draum sinn rætast. „Ég vil bara þakka öllum,“ sagði hann í myndbandi sem félagið hans birti á meðan hann ávarpaði liðsfélaga sína í búningsklefanum á sunnudag. „Því tveimur tímum fyrir leikinn í dag [1-1 jafntefli í deildinni gegn Mechelen] fékk ég símtal. Á morgun flýg ég til Alicante til að vera með landsliðinu. Þetta verður í fyrsta skiptið mitt og ég veit að ég er ekki þar bara fyrir sjálfan mig heldur líka þökk sé fólkinu í þessum búningsklefa,“ sagði Kevin Mac Allister. „Þannig að ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum.“ Kevin, sem gekk til liðs við belgíska liðið Union St.-Gilloise sumarið 2023 frá Argentinos Juniors, sagði að fjölskylda hans væri himinlifandi. „Fjölskyldan mín er mjög ánægð. Þegar ég hringdi í konuna mína var hún þegar farin að gráta svo þetta er virkilega góð tilfinning. Á morgun mun ég láta draum rætast,“ sagði Mac Allister. Bróðir Kevins, Alexis, vann heimsmeistarakeppnina 2022 og Copa América 2024 með Argentínu. Hann hefur skorað sex mörk í 41 leik fyrir landsliðið. Liverpool’s Alexis Mac Allister will now be joined by his older brother Kevin Mac Allister who just received his first call-up to the Argentinian National team 👏 pic.twitter.com/NWYjHh3c8l— ESPN FC (@ESPNFC) November 10, 2025
HM 2026 í fótbolta Angóla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Enski boltinn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Í beinni: Arsenal - Brentford | Toppliðið leitar að andrými Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Sjá meira