NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:25 Lenny Wilkens átti magnaðan feril sem bæði leikmaður og þjálfari og var einn sá virtasti í NBA-fjölskyldunni. Getty/Steph Chambers NBA-deildin í körfubolta hefur misst eina af goðsögnum sínum. Lenny Wilkens lést í gær 88 ára að aldri en hann var tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari. Á fimmtán ára leikmannaferli sínum var Wilkens níu sinnum valinn í stjörnuliðið og var tvisvar sinnum með flestar stoðsendingar í deildinni. Wilkens, sem hafði einstakan leikskilning, var spilandi þjálfari í fjögur tímabil, þrjú með Seattle SuperSonics og eitt með Portland Trail Blazers, áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun. Lenny Wilkens, a smooth playmaker who was inducted into the Basketball Hall of Fame as both a player and a coach, has died. He was 88. https://t.co/kgrSj965Zc— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 10, 2025 Hann leiddi Sonics til NBA-meistaratitilsins árið 1979 og var valinn þjálfari ársins árið 1994. Wilkens vann 1332 leiki sem þjálfari, það þriðja mesta frá upphafi en það gerði hann sem þjálfari Sonics, Trail Blazers, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og New York Knicks áður en hann lét af störfum árið 2005. Hann þjálfaði í 2487 leikjum, sem er met í sögu NBA. Hann vann einnig Ólympíugull sem þjálfari bandaríska liðsins árið 1996. Hann er einn af aðeins fimm mönnum sem hafa verið teknir inn í Naismith-frægðarhöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari, ásamt þeim John Wooden, Bill Sharman, Tom Heinsohn og Bill Russell. „Lenny Wilkens var holdgervingur þess besta í NBA – sem leikmaður í frægðarhöllinni, þjálfari í frægðarhöllinni og einn virtasti sendiherra íþróttarinnar,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, í yfirlýsingu á sunnudag. „Svo mjög að fyrir fjórum árum hlaut Lenny þann einstaka heiður að vera útnefndur einn af 75 bestu leikmönnum og 15 bestu þjálfurum deildarinnar allra tíma.“ We would like to extend our condolences to the family and friends of the great Lenny Wilkens. Beyond his excellence as a player and a coach, he was an innovator, a trailblazer, a winner and a leader not just in Atlanta but every community in which he played and coached. In… pic.twitter.com/mREYj0feaN— Atlanta Hawks (@ATLHawks) November 10, 2025 Árið 1995 setti Wilkens met sem hann hélt að myndi standa að eilífu þegar hann fór fram úr Red Auerbach, þjálfara Boston Celtics, sem sigursælasti þjálfari deildarinnar frá upphafi. Hann fagnaði auðvitað með vindli. „Hann var fyrirmyndin mín og þess vegna kveikti ég í þessum vindli,“ sagði Wilkens. „Ég hafði aldrei reykt vindil á ævinni, þú veist, og ég kveikti í honum og kafnaði næstum því, en ég vildi gera það til að heiðra minningu Red Auerbach,“ sagði Wilkens. Don Nelson fór síðar fram úr Wilkens og Gregg Popovich hefur síðan farið fram úr þeim báðum og lauk ferlinum með 1388 sigrum. Seattle didn’t just lose a basketball icon. We lost a man who believed in people — on the court and in the community. Thank you, Lenny Wilkens, for everything you gave this city. 💚💛 pic.twitter.com/Hw94AZjStq— Seattle Supersonics (@SeattleSonics) November 9, 2025 NBA Andlát Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Á fimmtán ára leikmannaferli sínum var Wilkens níu sinnum valinn í stjörnuliðið og var tvisvar sinnum með flestar stoðsendingar í deildinni. Wilkens, sem hafði einstakan leikskilning, var spilandi þjálfari í fjögur tímabil, þrjú með Seattle SuperSonics og eitt með Portland Trail Blazers, áður en hann sneri sér alfarið að þjálfun. Lenny Wilkens, a smooth playmaker who was inducted into the Basketball Hall of Fame as both a player and a coach, has died. He was 88. https://t.co/kgrSj965Zc— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 10, 2025 Hann leiddi Sonics til NBA-meistaratitilsins árið 1979 og var valinn þjálfari ársins árið 1994. Wilkens vann 1332 leiki sem þjálfari, það þriðja mesta frá upphafi en það gerði hann sem þjálfari Sonics, Trail Blazers, Cleveland Cavaliers, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og New York Knicks áður en hann lét af störfum árið 2005. Hann þjálfaði í 2487 leikjum, sem er met í sögu NBA. Hann vann einnig Ólympíugull sem þjálfari bandaríska liðsins árið 1996. Hann er einn af aðeins fimm mönnum sem hafa verið teknir inn í Naismith-frægðarhöll körfuboltans bæði sem leikmaður og þjálfari, ásamt þeim John Wooden, Bill Sharman, Tom Heinsohn og Bill Russell. „Lenny Wilkens var holdgervingur þess besta í NBA – sem leikmaður í frægðarhöllinni, þjálfari í frægðarhöllinni og einn virtasti sendiherra íþróttarinnar,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, í yfirlýsingu á sunnudag. „Svo mjög að fyrir fjórum árum hlaut Lenny þann einstaka heiður að vera útnefndur einn af 75 bestu leikmönnum og 15 bestu þjálfurum deildarinnar allra tíma.“ We would like to extend our condolences to the family and friends of the great Lenny Wilkens. Beyond his excellence as a player and a coach, he was an innovator, a trailblazer, a winner and a leader not just in Atlanta but every community in which he played and coached. In… pic.twitter.com/mREYj0feaN— Atlanta Hawks (@ATLHawks) November 10, 2025 Árið 1995 setti Wilkens met sem hann hélt að myndi standa að eilífu þegar hann fór fram úr Red Auerbach, þjálfara Boston Celtics, sem sigursælasti þjálfari deildarinnar frá upphafi. Hann fagnaði auðvitað með vindli. „Hann var fyrirmyndin mín og þess vegna kveikti ég í þessum vindli,“ sagði Wilkens. „Ég hafði aldrei reykt vindil á ævinni, þú veist, og ég kveikti í honum og kafnaði næstum því, en ég vildi gera það til að heiðra minningu Red Auerbach,“ sagði Wilkens. Don Nelson fór síðar fram úr Wilkens og Gregg Popovich hefur síðan farið fram úr þeim báðum og lauk ferlinum með 1388 sigrum. Seattle didn’t just lose a basketball icon. We lost a man who believed in people — on the court and in the community. Thank you, Lenny Wilkens, for everything you gave this city. 💚💛 pic.twitter.com/Hw94AZjStq— Seattle Supersonics (@SeattleSonics) November 9, 2025
NBA Andlát Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum