Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 16:50 Palestínsk fangalest á leið sinni í fangabúðir hinum megin landamæranna. AP Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Guardian birti í dag umfangsmikla umfjöllun um neðanjarðarfangelsið Rakefet í bænum Ramla suðaustur af Tel Avív. Blaðamenn ræddu við lögmenn tveggja fanga, hjúkrunarfræðing sem hafði verið tekinn fastur á sjúkrahúsi og nítján ára götusalann fyrrnefnda. Lögmennirnir starfa hjá Public Committee Against Torture in Israel, sem verður framvegis skammstafað PCATI, og fangarnir tveir eru skjólstæðingar þeirra. Fangarnir tveir lýsa margra mánaða hryllingsdvöl þar sem þeim var haldið einangruðum, aldrei hleypt út og þeir reglulega beittir líkamlegu ofbeldi. Ofbeldið sem þeir lýsa stemmir við upplýsingar sem þegar liggja fyrir um pyntingaraðferðir sem Ísraelar beita í fangelsum sínum. Rakefet var reist snemma á níunda áratugnum til að hýsa hættulega glæpamenn en var lokað fáeinum árum seinna á grundvelli þess að aðstæðurnar þar væru ómannúðlegar. Eftir árásirnar mannskæðu 7. október 2023 fyrirskipaði Itamar Ben-Gvir varnamálaráðherra að fangelsið skyldi hefja starfsemi á ný. Fangi án dóms frá árinu 2023 Upphaflega var Rakefet byggt með það í huga að fangar yrðu um fimmtán talsins, hver í sínum klefanum, en á undanförnum mánuðum hafa dvalið þar um hundrað manns að jafnaði. Samkvæmt skilmálum vopnahlésins sem er í gildi milli Ísraela og Hamasliða létu Ísraelar 250 palestínska fanga sem höfðu hlotið dóm lausa ásamt 1.700 til viðbótar sem teknir höfðu verið fastir á Gasa og látnir dúsa í fangaklefum án nokkurrar málsmeðferðar. Lögmenn PCATI fengu að kanna aðstæður skjólstæðinga sinna í sumar og hittu þar fangana tvo sem hér koma við sögu. Hjúkrunarfræðingurinn hafði verið handtekinn og borinn burt með hanskana á sér í desember 2023 og er enn innilokaður. Unglingurinn var tekinn fastur við landamærapóst í október í fyrra. „Í tilfellum þeirra sem við heimsóttum erum við að tala um óbreytta borgara. Maðurinn sem ég talaði við var átján ára gamall og seldi matvæli. Hann var tekinn fastur á pósti við veginn,“ er haft eftir Janan Abdu lögmanni PCATI. Niðurlægingar og ofbeldi Tal Steiner forstöðumaður PCATI sagði aðstæður palestínskra fanga um allt Ísrael viljandi hryllilegar. Fyrrum fangar og uppljóstrarar innan raða ísraelska hersins hafa ítrekað stigið fram og lýst pyntingum og hinum ýmsu brotum á alþjóðalögum. En líkt og blaðamaður Guardian bendir á er pyntingin sem fangar eru beittir í Rakefet sér á báti. Nefnilega að halda fólki föngnu mánuðum saman án dagsbirtu. Það hafi alvarleg áhrif á geðræna og líkamlega heilsu fólks. Abdu og samstarfsfélagi hans fengu leyfi til að heimsækja skjólstæðinga sína í fangelsið í fyrsta skipti nú í sumar. Að því er Guardian greinir frá leiddu grímuklæddir og vopnaðir fangaverðir þá neðanjarðar og inn í herbergi þar sem dauð skordýr þöktu gólfið. Klósettið hafi verið svo skítugt að það væri í raun ónothæft. „Ég velti því fyrir mér, ef aðstæðurnar eru svona niðurlægjandi í lögmannaherberginu, og þá ekki aðeins okkur heldur sjálfri stéttinni, hvernig ætli aðstæðurnar séu fyrir fangana? Svarið barst skömmu seinna þegar við hittum þá fyrir,“ er haft eftir Abdu. Óloftræstir pyntingarklefar Fangarnir tveir voru þá bornir inn í fundarherbergið í keng og vopnaðir verðirnir létu þá leggja höfuð sín við gólfið, hlekkjaða á höndum og fótum. Það fyrsta sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við komuna inn í fundarherbergið var: „Hvar er ég og hvers vegna er ég hér?“ Fangaverðirnir höfðu aldrei sagt honum frá því hvar hann væri. Lýsingar fanganna á dvöl sinni í Rakefet mála upp mynd af neðanjarðarpyntingarklefum. Þeir sögðu lögmönnunum að þeir hefðu verið geymdir í gluggalausum klefum án loftræstingar. Þá sögðust þeir einnig hafa reglulega verið beitta ofbeldi, verðirnir tröðkuðu á þeim, siguðu hundum á þá, auk þess að þeim hafi aldrei verið veitt viðunandi læknisþjónusta. Matargjafirnar hafi einnig verið það litlar að þeir hafi verið við hungurmörk mestalla dvölina. Þeim var sjaldan, ef eitthvað, hleypt út úr klefum sínum og þá aðeins í fáeinar mínútur frammi í öðru gluggalausu og óloftræstu rými. Dýnurnar þeirra voru teknar af þeim um fjögurleytið a morgnana og þeim ekki skilað fyrr en seint um nótt. Langþráð heimkoma palestínskra fanga eftir oft á tíðum langar fangelsisvistir án dóms.AP Lögmönnunum var ekki leyft að deila með föngunum neinum upplýsingum um fjölskyldur þeirra, aðeins nafn þeirra sem veitti umboð til að annast málið. Þegar annar fanganna spurði hvort ófrísk eiginkona hans hefði fætt skarst fangavörður í leikinn og hótaði honum. Þegar fangarnir voru loks leiddir á brott heyrði lögmaðurinn greinilegt hljóð í lyftu sem gefur til kynna að fangar væru geymdir enn lengra neðanjarðar. Nítján ára götusalinn hafði sagt við lögmanninn að hann væri fyrsta manneskjan sem hann hefði séð frá því að hann var tekinn fastur á síðasta ári og grátbað hann um að koma aftur. Honum var sleppt úr haldi 13. október síðastliðinn en hjúkrunarfræðingurinn dvelur enn í Rakefet. Dómsmálaráðuneytið, ísraelski herinn og fangelsismálastofnun Ísraels hafa öll skorast undan upplýsinga- og viðtalsbeiðnum Guardian. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Guardian birti í dag umfangsmikla umfjöllun um neðanjarðarfangelsið Rakefet í bænum Ramla suðaustur af Tel Avív. Blaðamenn ræddu við lögmenn tveggja fanga, hjúkrunarfræðing sem hafði verið tekinn fastur á sjúkrahúsi og nítján ára götusalann fyrrnefnda. Lögmennirnir starfa hjá Public Committee Against Torture in Israel, sem verður framvegis skammstafað PCATI, og fangarnir tveir eru skjólstæðingar þeirra. Fangarnir tveir lýsa margra mánaða hryllingsdvöl þar sem þeim var haldið einangruðum, aldrei hleypt út og þeir reglulega beittir líkamlegu ofbeldi. Ofbeldið sem þeir lýsa stemmir við upplýsingar sem þegar liggja fyrir um pyntingaraðferðir sem Ísraelar beita í fangelsum sínum. Rakefet var reist snemma á níunda áratugnum til að hýsa hættulega glæpamenn en var lokað fáeinum árum seinna á grundvelli þess að aðstæðurnar þar væru ómannúðlegar. Eftir árásirnar mannskæðu 7. október 2023 fyrirskipaði Itamar Ben-Gvir varnamálaráðherra að fangelsið skyldi hefja starfsemi á ný. Fangi án dóms frá árinu 2023 Upphaflega var Rakefet byggt með það í huga að fangar yrðu um fimmtán talsins, hver í sínum klefanum, en á undanförnum mánuðum hafa dvalið þar um hundrað manns að jafnaði. Samkvæmt skilmálum vopnahlésins sem er í gildi milli Ísraela og Hamasliða létu Ísraelar 250 palestínska fanga sem höfðu hlotið dóm lausa ásamt 1.700 til viðbótar sem teknir höfðu verið fastir á Gasa og látnir dúsa í fangaklefum án nokkurrar málsmeðferðar. Lögmenn PCATI fengu að kanna aðstæður skjólstæðinga sinna í sumar og hittu þar fangana tvo sem hér koma við sögu. Hjúkrunarfræðingurinn hafði verið handtekinn og borinn burt með hanskana á sér í desember 2023 og er enn innilokaður. Unglingurinn var tekinn fastur við landamærapóst í október í fyrra. „Í tilfellum þeirra sem við heimsóttum erum við að tala um óbreytta borgara. Maðurinn sem ég talaði við var átján ára gamall og seldi matvæli. Hann var tekinn fastur á pósti við veginn,“ er haft eftir Janan Abdu lögmanni PCATI. Niðurlægingar og ofbeldi Tal Steiner forstöðumaður PCATI sagði aðstæður palestínskra fanga um allt Ísrael viljandi hryllilegar. Fyrrum fangar og uppljóstrarar innan raða ísraelska hersins hafa ítrekað stigið fram og lýst pyntingum og hinum ýmsu brotum á alþjóðalögum. En líkt og blaðamaður Guardian bendir á er pyntingin sem fangar eru beittir í Rakefet sér á báti. Nefnilega að halda fólki föngnu mánuðum saman án dagsbirtu. Það hafi alvarleg áhrif á geðræna og líkamlega heilsu fólks. Abdu og samstarfsfélagi hans fengu leyfi til að heimsækja skjólstæðinga sína í fangelsið í fyrsta skipti nú í sumar. Að því er Guardian greinir frá leiddu grímuklæddir og vopnaðir fangaverðir þá neðanjarðar og inn í herbergi þar sem dauð skordýr þöktu gólfið. Klósettið hafi verið svo skítugt að það væri í raun ónothæft. „Ég velti því fyrir mér, ef aðstæðurnar eru svona niðurlægjandi í lögmannaherberginu, og þá ekki aðeins okkur heldur sjálfri stéttinni, hvernig ætli aðstæðurnar séu fyrir fangana? Svarið barst skömmu seinna þegar við hittum þá fyrir,“ er haft eftir Abdu. Óloftræstir pyntingarklefar Fangarnir tveir voru þá bornir inn í fundarherbergið í keng og vopnaðir verðirnir létu þá leggja höfuð sín við gólfið, hlekkjaða á höndum og fótum. Það fyrsta sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við komuna inn í fundarherbergið var: „Hvar er ég og hvers vegna er ég hér?“ Fangaverðirnir höfðu aldrei sagt honum frá því hvar hann væri. Lýsingar fanganna á dvöl sinni í Rakefet mála upp mynd af neðanjarðarpyntingarklefum. Þeir sögðu lögmönnunum að þeir hefðu verið geymdir í gluggalausum klefum án loftræstingar. Þá sögðust þeir einnig hafa reglulega verið beitta ofbeldi, verðirnir tröðkuðu á þeim, siguðu hundum á þá, auk þess að þeim hafi aldrei verið veitt viðunandi læknisþjónusta. Matargjafirnar hafi einnig verið það litlar að þeir hafi verið við hungurmörk mestalla dvölina. Þeim var sjaldan, ef eitthvað, hleypt út úr klefum sínum og þá aðeins í fáeinar mínútur frammi í öðru gluggalausu og óloftræstu rými. Dýnurnar þeirra voru teknar af þeim um fjögurleytið a morgnana og þeim ekki skilað fyrr en seint um nótt. Langþráð heimkoma palestínskra fanga eftir oft á tíðum langar fangelsisvistir án dóms.AP Lögmönnunum var ekki leyft að deila með föngunum neinum upplýsingum um fjölskyldur þeirra, aðeins nafn þeirra sem veitti umboð til að annast málið. Þegar annar fanganna spurði hvort ófrísk eiginkona hans hefði fætt skarst fangavörður í leikinn og hótaði honum. Þegar fangarnir voru loks leiddir á brott heyrði lögmaðurinn greinilegt hljóð í lyftu sem gefur til kynna að fangar væru geymdir enn lengra neðanjarðar. Nítján ára götusalinn hafði sagt við lögmanninn að hann væri fyrsta manneskjan sem hann hefði séð frá því að hann var tekinn fastur á síðasta ári og grátbað hann um að koma aftur. Honum var sleppt úr haldi 13. október síðastliðinn en hjúkrunarfræðingurinn dvelur enn í Rakefet. Dómsmálaráðuneytið, ísraelski herinn og fangelsismálastofnun Ísraels hafa öll skorast undan upplýsinga- og viðtalsbeiðnum Guardian.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira