Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Valur Páll Eiríksson skrifar 10. nóvember 2025 07:30 Fáir þekkja írska landsliðið betur en Liam Brady sem vonast til að Heimir fái lengri tíma með írska landsliðið þrátt fyrir misgóð úrslit. Vísir/Getty Goðsögn hjá írska landsliðinu segir verkefni Heimis Hallgrímssonar snúið vegna skorts á hæfileikum í írska hópnum. Hann vonast til að Heimir fái meiri tíma með liðið. Liam Brady var staddur hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins á dögunum. Hann er goðsögn hjá Lundúnaliðinu en spilaði einnig 75 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma sem leikmaður og var auk þess aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni sem þjálfaði Írland fyrr á þessari öld. Hann hefur einnig mikið fjallað um írska liðið í sjónvarpi síðustu ár og fylgst vel með öldudal undanfarinna ára. Aðspurður um álit á Heimi segist Brady lítast vel á Vestmannaeyinginn. „Hann er góður maður. Hann er mjög hreinskilinn um það sem hann hefur að segja en hann er ekki með góðan leikmannahóp í höndunum, er ég hræddur um. Það hefur verið svoleiðis undanfarinn áratug eða svo,“ segir Brady í samtali við íþróttadeild. Liam Brady var staddur hér á landi á dögunum. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarþjálfari landsliðsins um nokkurra ára skeið.Vísir/Bjarni „Ég vona að þeir haldi sig við hann. Það er alltaf erfitt að komast á HM fyrir land líkt og Írland. Það er ekki einfalt. En ég gerði mér vonir um að við myndum lenda í öðru sæti á eftir Portúgal á þessu ári og komast kannski í umspil. En það er útlit fyrir að það sé úr myndinni,“ „En ég vil að sambandið haldi sig við hann og leiði liðið í undankeppni EM. Það er auðveldara að komast í Evrópukeppnina,“ „Það eru margir ungir leikmenn í hópnum en ég er hræddur um að miðjan sé stórt vandamál fyrir hann. Við eigum enga miðjumenn í hæsta gæðaflokki. Þetta er lið í mótun og maðurinn þarf tíma,“ segir Brady. Leggja sig alla fram en eru ekki nógu góðir Það sé ekki skortur á því að leikmenn írska landsliðsins leggi sig fram en pressan er töluverð á Heimi. Einhverjir hafa ýjað að því að hann sé að berjast fyrir starfi sínu í komandi landsliðsglugga þar sem Írland mætir Portúgal og Ungverjalandi. Brady efast ekki um að leikmenn muni leggja sig alla fram en hefur þó áhyggjur af leikjunum. „Eitt sem ég vil segja um írsku leikmennina er að þeir leggja sig alltaf hundrað prósent fram. Það eru engar prímadonnur og þeir eru stoltir að klæðast græna búningnum. Það er ekki vandamál en vandamálið er gæði leikmannanna. Hann þarf einhvern veginn að skapa kerfi þar sem við náum árangri þótt það þýði að spila varnarleik eða slíkt.“ „En það væri gott að ná uppörvandi úrslitum fyrir hann. En sama hver úrslitin verða vil ég að hann verði áfram,“ segir Brady. Viðtalið má sjá í spilaranum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Írland Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Liam Brady var staddur hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins á dögunum. Hann er goðsögn hjá Lundúnaliðinu en spilaði einnig 75 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma sem leikmaður og var auk þess aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni sem þjálfaði Írland fyrr á þessari öld. Hann hefur einnig mikið fjallað um írska liðið í sjónvarpi síðustu ár og fylgst vel með öldudal undanfarinna ára. Aðspurður um álit á Heimi segist Brady lítast vel á Vestmannaeyinginn. „Hann er góður maður. Hann er mjög hreinskilinn um það sem hann hefur að segja en hann er ekki með góðan leikmannahóp í höndunum, er ég hræddur um. Það hefur verið svoleiðis undanfarinn áratug eða svo,“ segir Brady í samtali við íþróttadeild. Liam Brady var staddur hér á landi á dögunum. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarþjálfari landsliðsins um nokkurra ára skeið.Vísir/Bjarni „Ég vona að þeir haldi sig við hann. Það er alltaf erfitt að komast á HM fyrir land líkt og Írland. Það er ekki einfalt. En ég gerði mér vonir um að við myndum lenda í öðru sæti á eftir Portúgal á þessu ári og komast kannski í umspil. En það er útlit fyrir að það sé úr myndinni,“ „En ég vil að sambandið haldi sig við hann og leiði liðið í undankeppni EM. Það er auðveldara að komast í Evrópukeppnina,“ „Það eru margir ungir leikmenn í hópnum en ég er hræddur um að miðjan sé stórt vandamál fyrir hann. Við eigum enga miðjumenn í hæsta gæðaflokki. Þetta er lið í mótun og maðurinn þarf tíma,“ segir Brady. Leggja sig alla fram en eru ekki nógu góðir Það sé ekki skortur á því að leikmenn írska landsliðsins leggi sig fram en pressan er töluverð á Heimi. Einhverjir hafa ýjað að því að hann sé að berjast fyrir starfi sínu í komandi landsliðsglugga þar sem Írland mætir Portúgal og Ungverjalandi. Brady efast ekki um að leikmenn muni leggja sig alla fram en hefur þó áhyggjur af leikjunum. „Eitt sem ég vil segja um írsku leikmennina er að þeir leggja sig alltaf hundrað prósent fram. Það eru engar prímadonnur og þeir eru stoltir að klæðast græna búningnum. Það er ekki vandamál en vandamálið er gæði leikmannanna. Hann þarf einhvern veginn að skapa kerfi þar sem við náum árangri þótt það þýði að spila varnarleik eða slíkt.“ „En það væri gott að ná uppörvandi úrslitum fyrir hann. En sama hver úrslitin verða vil ég að hann verði áfram,“ segir Brady. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Írland Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00