Varð sá hávaxnasti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 17:15 Olivier Rioux er unglingalandsliðsmaður Kanada en hefur þurft að bíða eftir tækifæri sínu með Florida-háskólanum. Getty/Milad Payami/ Kanadíski táningurinn Olivier Rioux varð í nótt hávaxnasti háskólakörfuboltamaður allra tíma þegar hann kom inn á völlinn í leik með Florida-skólanum. Hinn nítján ára gamli Rioux er nýnemi í skólanum en hann er 236 sentimetra hár. Hann kom inn á í 104-64 sigri Florida Gators á North Florida í nótt. Rioux, sem er frá Montreal í Kanada, kom inn á þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann sló þar með met 231 sentimetra hárra leikmanna, þeirra Kenny George frá UNC Asheville og Mike Lanier frá Hardin-Simmons/UCLA. 7'9'' freshman Olivier Rioux is the tallest player in college basketball history 😳 pic.twitter.com/9qPR16u4xX— SportsCenter (@SportsCenter) November 7, 2025 „Þetta var frábær tilfinning. Stuðningurinn frá öllum var ótrúlegur, bæði á bekknum og frá áhorfendum. Allir studdu mig og ég er mjög þakklátur,“ sagði Rioux eftir leikinn Þegar lið hans var með 24 stiga forystu í hálfleik sagði Todd Golden, þjálfari Florida, við leikmenn sína að hann vildi setja nokkra af þeim yngri inn á, þar á meðal Rioux. Það var ekki bara staðan í hálfleik sem var hvatning til að setja hann inn á. „Fólk var að hrópa á mig í hálfleik um að láta hann spila,“ sagði Golden í gríni eftir leikinn. „Ég sagði, heyrið mig, það mun gerast, tíminn mun koma. Ég get verið þrjóskur. Ég tek ekki vel við fyrirmælum, þannig að þegar þau eru að hrópa á mig að gera það, ja, kannski bíð ég aðeins lengur.“ Eftir því sem forysta Gators jókst vissi Golden að tíminn væri kominn. „Hann hefur lagt mikið á sig og honum til hróss hefur hann haldið góðu viðhorfi án þess að fá mikla umbun í formi spilatíma og tækifæra. Hann fór inn í þetta ár vitandi að svo yrði staðan,“ sagði Golden Rioux var þegar orðinn methafi fyrir fimmtudaginn, en hann var opinberlega útnefndur hávaxnasti táningur heims af Heimsmetabók Guinness. Á æviágripasíðu sinni segir hann: „Við erum enn ekki hundrað prósent viss um af hverju ég er svona hár – eftir rannsókn gátu læknar aðeins útskýrt það með erfðum fjölskyldu minnar. Faðir minn er 203 cm, móðir mín er 188 cm og eldri bróðir minn er 206 cm. Þannig að við erum frekar hávaxin fjölskylda.“ View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Rioux er nýnemi í skólanum en hann er 236 sentimetra hár. Hann kom inn á í 104-64 sigri Florida Gators á North Florida í nótt. Rioux, sem er frá Montreal í Kanada, kom inn á þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann sló þar með met 231 sentimetra hárra leikmanna, þeirra Kenny George frá UNC Asheville og Mike Lanier frá Hardin-Simmons/UCLA. 7'9'' freshman Olivier Rioux is the tallest player in college basketball history 😳 pic.twitter.com/9qPR16u4xX— SportsCenter (@SportsCenter) November 7, 2025 „Þetta var frábær tilfinning. Stuðningurinn frá öllum var ótrúlegur, bæði á bekknum og frá áhorfendum. Allir studdu mig og ég er mjög þakklátur,“ sagði Rioux eftir leikinn Þegar lið hans var með 24 stiga forystu í hálfleik sagði Todd Golden, þjálfari Florida, við leikmenn sína að hann vildi setja nokkra af þeim yngri inn á, þar á meðal Rioux. Það var ekki bara staðan í hálfleik sem var hvatning til að setja hann inn á. „Fólk var að hrópa á mig í hálfleik um að láta hann spila,“ sagði Golden í gríni eftir leikinn. „Ég sagði, heyrið mig, það mun gerast, tíminn mun koma. Ég get verið þrjóskur. Ég tek ekki vel við fyrirmælum, þannig að þegar þau eru að hrópa á mig að gera það, ja, kannski bíð ég aðeins lengur.“ Eftir því sem forysta Gators jókst vissi Golden að tíminn væri kominn. „Hann hefur lagt mikið á sig og honum til hróss hefur hann haldið góðu viðhorfi án þess að fá mikla umbun í formi spilatíma og tækifæra. Hann fór inn í þetta ár vitandi að svo yrði staðan,“ sagði Golden Rioux var þegar orðinn methafi fyrir fimmtudaginn, en hann var opinberlega útnefndur hávaxnasti táningur heims af Heimsmetabók Guinness. Á æviágripasíðu sinni segir hann: „Við erum enn ekki hundrað prósent viss um af hverju ég er svona hár – eftir rannsókn gátu læknar aðeins útskýrt það með erfðum fjölskyldu minnar. Faðir minn er 203 cm, móðir mín er 188 cm og eldri bróðir minn er 206 cm. Þannig að við erum frekar hávaxin fjölskylda.“ View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira