„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 06:47 Gianni Infantino, forseti FIFA og Donald Trump Bandaríkjaforseti saman á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategui Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér. FIFA Donald Trump Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér.
FIFA Donald Trump Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira