„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 06:47 Gianni Infantino, forseti FIFA og Donald Trump Bandaríkjaforseti saman á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategui Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér. FIFA Donald Trump Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér.
FIFA Donald Trump Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira