Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Regalo 7. nóvember 2025 13:11 Fríðar Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari fjallar hér um krullur, áskoranir og réttu efnin. Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna sumt hár er slétt en annað krullað og af hverju hár hegðar sér á mismunandi hátt? Krullað hár er eitt af dásamlegustu áskorunum hárfagheimsins, líffræðilega flókið, fagurfræðilega fjölbreytt og menningalega líkt. Það sem við köllum „krullur“ er í raun heill heimur af formum, mynstrum og áferð, þar sem hver hársekkur mótar sinn einstaka karakter. Fríðar Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari fjallar hér um krullur, áskoranir og réttu efnin. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf. Líffræðilegt upphaf allt hár er byggt upp á sama hátt Þrátt fyrir fjölbreytnina er allt hár líffræðilega eins að grunninum til. Munurinn felst aðallega í lögun hársekkjarins og byggingu hárþráðarins.Lögun hársekkjarins, hvort hann er kringlóttur, sporöskjulaga eða sveigður, ákvarðar hvort hár verður slétt, liðað eða krullað. Þessi lögun mótast á fósturstigi og helst stöðug út lífið, þó að ýmsir þættir geti haft áhrif á útlit og hegðun hársins með tímanum. Hormón, aldur og lífeðlisfræðilegar breytingar hafa áhrif Genin ráða grunnforminu, en hormón, aldur og lífeðlisfræðilegar breytingar geta valdið breytingum á hári. Slétt hár getur orðið liðað eða krullað eftir kynþroska og margir finna fyrir breytingum á krullum með aldrinum. Hormónabreytingar eftir meðgöngu eða tíðahvörf geta haft áhrif á teygjanleika og rakajafnvægi hársins. Efna- og hitameðferðir geta einnig breytt lögun hárs tímabundið með því að hafa áhrif á brennisteinsbrýr og varnarhjúp hársins. Hárbreytingar eftir lyfjameðferð Það er vel þekkt að hár getur breyst verulega eftir lyfjameðferð og margar konur og karlar upplifa að hárið sem áður var slétt eða lítið liðað komi aftur krullað, liðað eða með allt öðruvísi áferð. Þetta kallast oft „chemo curls“ og hefur skýringar í endurmótun hársekkja þegar hár fer að vaxa aftur. Lyfjameðferð hefur áhrif á frumur sem skipta sér hratt, þar á meðal frumur í hársekkjum. Þessar breytingar eru vel skjalfestar í læknisfræði og trichology, og sjást oft fyrstu 6–24 mánuðina eftir meðferð. Með tímanum getur hár annaðhvort tekið upp fyrra mynstur eða haldið þeirri nýju áferð sem myndaðist í endurvextinum. Íslenskt loftslag – sameiginleg áskorun fyrir allt hár Veðurfarið á Íslandi er einstök blanda af miklum raka, hvössum vindum, köldu og þurru loftslagi, upphituðu innilofti og hörðu vatni til dæmis og hefur þetta árhrif á allar hárgerðir en mismikið eftir uppbyggingu hársins. Krullað hár lifir í stöðugu samspili við umhverfið sitt og er einstaklega næmt fyrir breytingum. Veðurfarið á Íslandi setur krullum ákveðnar áskoranir, kaldur vindur, þurrt loft, harðara vatn og stöðugar sveiflur í raka gera það að verkum að hárið tapar jafnvægi og verður viðkvæmara. Krullað hár er að eðlisfari meira gljúpt og óreglulegt í byggingu sem gerir það móttækilegra fyrir rakabreytingum og umhverfisálagi. Þess vegna þarf það sérstaka umhirðu sem vinnur með loftslaginu, ekki gegn því. Raki, hitastig, vindur, sól og jafnvel gæði vatns hafa bein áhrif á hegðun hársins , hvort krullur og liðir halda formi sínu, eða verða óreglulegir, óstýrðir, frizzý eða brothætt. Rakamikið loftslag Í rakamiklu lofti er mikilvægt að nota innihaldsefni sem bæði draga raka að sér og halda honum inni í hárinu. Glycerín, Panthenól og Hyaluronic acid eru dæmi um rakadræg efni sem jafna rakastig hársins, á meðan léttar náttúrulegar olíur eins og argan-, kókos-, möndlu- og línfræsolía virka sem varnarlag sem læsir rakann inni.Þannig haldast krullurnar mjúkar, sveigjanlegar og meðfærilegar án þess að þyngjast eða missa formið. Kalt og þurrt loft Hins vegar í köldu og þurru loftslagi sérstaklega yfir íslenskan vetur, þegar kuldinn úti og upphitað inniloft skiptast á, tapar hárið raka mun hraðar. Þetta gerist vegna þess að loftrakinn er lágur og dregur vatnssameindir úr hárinu. Þegar rakamunurinn eykst gufar vatn hraðar upp úr hárinu, hárflögurnar opnast og hárið missir mýkt og teygjanleika. Til að vega upp á móti þessum áhrifum þarf að byggja upp varnarlag með réttri umhirðu og innihaldsefnum sem bæta raka og loka hann inni, svo sem Panthenól, Glycerín, Hyaluronic Acid, Ceramides, Shea Butter og nærandi olíur eins og argan-, babassu-, moringa- eða marulaolíu. Vindur, veður og vatn Íslenski vindurinn spilar einnig hlutverk, veldur núningi þar sem hárþræðir nuddast saman. Þetta getur valdið flóka, úfnu yfirborði og sliti sérstaklega í síðu, krulluðu eða viðkvæmu hári. Harða vatnið á Íslandi skilur eftir steinefni í hárinu sem veita því stífara yfirbragð og geta dregið úr mýkt, glans og mótanleika. Því er mikilvægt að nota milda detox-hreinsun, eins og L’Oréal Professionnel Metal Detox, til að hjálpa hárinu að taka betur við raka og næringu. Þannig opnast hárþráðurinn fyrir næringarefnum á ný, og margir finna verulegan mun á mýkt og glans þegar þeir bæta slíkri hreinsun inn í rútínuna, sérstaklega eftir ferðalög erlendis. Metal Detox-línan veitir marghliða hreinsun án þess að fjarlægja mikilvæg næringarefni úr hárinu og er því kjörin fyrir íslenskt vatn og loftslag. Leiðin að þínum krullum Hér eru nokkrar vörulínur sem allar eiga það sameiginlegt að elska krullur en gera það á sinn hátt. Það er lykilatriði að velja línu sem hentar þinni hárgerð, lífsstíl og loftslagi. Maria Nila Coils & Curls Maria Nila – Coils & Curls fyrir fíntgert til miðlungs, náttúrulega liðað eða krullað hár. 100% vegan og mild lína sem byggir á nærandi sheasmjöri og náttúrulegum olíum. Veitir mýkt, raka og náttúrulegan glans án þyngdar. Hentar þér ef þú vilt milda, ilmandi og umhverfisvæna umhirðu sem heldur krullunum náttúrulegum og mjúkum. Matrix - A Curl Can Dream Matrix – A Curl Can Dream fyrir miðlungs til þykkt hár og þéttar krullur. Rakagefandi formúla með manukahunangi sem gefur hárinu næringu, hreyfanleika og fallega mótun. Hentar þér ef þú þarft einfalt daglegt kerfi sem gefur góðan raka og skilgreinir krullurnar án frizz. Þessi lína er til dæmis mjög góð fyrir þéttar / afró krullur. Kérastase - Curl Manifesto Kérastase – Curl Manifesto fyrir þurrt, viðkvæmt eða frizz-prónað hár. Lúxusblanda af manuka-hunangi og ceramíðum sem nærir, styrkir og mýkir hárið. Ceramide er einkaleyfisvarið innihaldsefni sem styrkir veikt hár, endurbyggir varnarhjúp þess og bætir getu hársins til að halda mikilvægum raka. Þegar þú vilt lúxus- og vísindalega umhirðu með hámarksglans og mjúkleika sem dregur úr frizz, nærir og styrkir. Redken All Soft Mega Curls Redken All Soft Mega Curls er sérstaklega þróuð fyrir þurrt, úfið og krullað hár sem vantar mýkt, raka og teygjanleika. Hún byggir á Nourish Complex frá Redken, sem sameinar rakagefandi náttúruleg innihaldsefni og styrkjandi prótein. Línan mýkir hárið, nærir djúpt og heldur krullunum fallega mótuðum og sveigjanlegum. Hentar þér ef hjárið er þurrt, úfið eða brothætt og þarfnast næringar og endurhleðslu. L’Oréal Professionnel – Curl Expression L’Oréal Professionnel – Curl Expression er hönnuð fyrir allar hárgerðir. Hún er háþróuð, fagleg hárvörulína sem var þróuð í samstarfi við leiðandi hárgreiðslumeistara til að mæta einstökum þörfum krullaðs og liðs hárs. Hún byggir á hugmyndinni um rakastýringu og mótun í jafnvægi, þar sem hárið fær nákvæmlega þann raka sem það þarf – hvorki of mikið né of lítið. Formúlurnar næra, styrkja og skilgreina krullur og bylgjur á náttúrulegan hátt, án þyngdar eða stífni. Tíska og hönnun Hár og förðun Heilsa Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Það sem við köllum „krullur“ er í raun heill heimur af formum, mynstrum og áferð, þar sem hver hársekkur mótar sinn einstaka karakter. Fríðar Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari fjallar hér um krullur, áskoranir og réttu efnin. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf. Líffræðilegt upphaf allt hár er byggt upp á sama hátt Þrátt fyrir fjölbreytnina er allt hár líffræðilega eins að grunninum til. Munurinn felst aðallega í lögun hársekkjarins og byggingu hárþráðarins.Lögun hársekkjarins, hvort hann er kringlóttur, sporöskjulaga eða sveigður, ákvarðar hvort hár verður slétt, liðað eða krullað. Þessi lögun mótast á fósturstigi og helst stöðug út lífið, þó að ýmsir þættir geti haft áhrif á útlit og hegðun hársins með tímanum. Hormón, aldur og lífeðlisfræðilegar breytingar hafa áhrif Genin ráða grunnforminu, en hormón, aldur og lífeðlisfræðilegar breytingar geta valdið breytingum á hári. Slétt hár getur orðið liðað eða krullað eftir kynþroska og margir finna fyrir breytingum á krullum með aldrinum. Hormónabreytingar eftir meðgöngu eða tíðahvörf geta haft áhrif á teygjanleika og rakajafnvægi hársins. Efna- og hitameðferðir geta einnig breytt lögun hárs tímabundið með því að hafa áhrif á brennisteinsbrýr og varnarhjúp hársins. Hárbreytingar eftir lyfjameðferð Það er vel þekkt að hár getur breyst verulega eftir lyfjameðferð og margar konur og karlar upplifa að hárið sem áður var slétt eða lítið liðað komi aftur krullað, liðað eða með allt öðruvísi áferð. Þetta kallast oft „chemo curls“ og hefur skýringar í endurmótun hársekkja þegar hár fer að vaxa aftur. Lyfjameðferð hefur áhrif á frumur sem skipta sér hratt, þar á meðal frumur í hársekkjum. Þessar breytingar eru vel skjalfestar í læknisfræði og trichology, og sjást oft fyrstu 6–24 mánuðina eftir meðferð. Með tímanum getur hár annaðhvort tekið upp fyrra mynstur eða haldið þeirri nýju áferð sem myndaðist í endurvextinum. Íslenskt loftslag – sameiginleg áskorun fyrir allt hár Veðurfarið á Íslandi er einstök blanda af miklum raka, hvössum vindum, köldu og þurru loftslagi, upphituðu innilofti og hörðu vatni til dæmis og hefur þetta árhrif á allar hárgerðir en mismikið eftir uppbyggingu hársins. Krullað hár lifir í stöðugu samspili við umhverfið sitt og er einstaklega næmt fyrir breytingum. Veðurfarið á Íslandi setur krullum ákveðnar áskoranir, kaldur vindur, þurrt loft, harðara vatn og stöðugar sveiflur í raka gera það að verkum að hárið tapar jafnvægi og verður viðkvæmara. Krullað hár er að eðlisfari meira gljúpt og óreglulegt í byggingu sem gerir það móttækilegra fyrir rakabreytingum og umhverfisálagi. Þess vegna þarf það sérstaka umhirðu sem vinnur með loftslaginu, ekki gegn því. Raki, hitastig, vindur, sól og jafnvel gæði vatns hafa bein áhrif á hegðun hársins , hvort krullur og liðir halda formi sínu, eða verða óreglulegir, óstýrðir, frizzý eða brothætt. Rakamikið loftslag Í rakamiklu lofti er mikilvægt að nota innihaldsefni sem bæði draga raka að sér og halda honum inni í hárinu. Glycerín, Panthenól og Hyaluronic acid eru dæmi um rakadræg efni sem jafna rakastig hársins, á meðan léttar náttúrulegar olíur eins og argan-, kókos-, möndlu- og línfræsolía virka sem varnarlag sem læsir rakann inni.Þannig haldast krullurnar mjúkar, sveigjanlegar og meðfærilegar án þess að þyngjast eða missa formið. Kalt og þurrt loft Hins vegar í köldu og þurru loftslagi sérstaklega yfir íslenskan vetur, þegar kuldinn úti og upphitað inniloft skiptast á, tapar hárið raka mun hraðar. Þetta gerist vegna þess að loftrakinn er lágur og dregur vatnssameindir úr hárinu. Þegar rakamunurinn eykst gufar vatn hraðar upp úr hárinu, hárflögurnar opnast og hárið missir mýkt og teygjanleika. Til að vega upp á móti þessum áhrifum þarf að byggja upp varnarlag með réttri umhirðu og innihaldsefnum sem bæta raka og loka hann inni, svo sem Panthenól, Glycerín, Hyaluronic Acid, Ceramides, Shea Butter og nærandi olíur eins og argan-, babassu-, moringa- eða marulaolíu. Vindur, veður og vatn Íslenski vindurinn spilar einnig hlutverk, veldur núningi þar sem hárþræðir nuddast saman. Þetta getur valdið flóka, úfnu yfirborði og sliti sérstaklega í síðu, krulluðu eða viðkvæmu hári. Harða vatnið á Íslandi skilur eftir steinefni í hárinu sem veita því stífara yfirbragð og geta dregið úr mýkt, glans og mótanleika. Því er mikilvægt að nota milda detox-hreinsun, eins og L’Oréal Professionnel Metal Detox, til að hjálpa hárinu að taka betur við raka og næringu. Þannig opnast hárþráðurinn fyrir næringarefnum á ný, og margir finna verulegan mun á mýkt og glans þegar þeir bæta slíkri hreinsun inn í rútínuna, sérstaklega eftir ferðalög erlendis. Metal Detox-línan veitir marghliða hreinsun án þess að fjarlægja mikilvæg næringarefni úr hárinu og er því kjörin fyrir íslenskt vatn og loftslag. Leiðin að þínum krullum Hér eru nokkrar vörulínur sem allar eiga það sameiginlegt að elska krullur en gera það á sinn hátt. Það er lykilatriði að velja línu sem hentar þinni hárgerð, lífsstíl og loftslagi. Maria Nila Coils & Curls Maria Nila – Coils & Curls fyrir fíntgert til miðlungs, náttúrulega liðað eða krullað hár. 100% vegan og mild lína sem byggir á nærandi sheasmjöri og náttúrulegum olíum. Veitir mýkt, raka og náttúrulegan glans án þyngdar. Hentar þér ef þú vilt milda, ilmandi og umhverfisvæna umhirðu sem heldur krullunum náttúrulegum og mjúkum. Matrix - A Curl Can Dream Matrix – A Curl Can Dream fyrir miðlungs til þykkt hár og þéttar krullur. Rakagefandi formúla með manukahunangi sem gefur hárinu næringu, hreyfanleika og fallega mótun. Hentar þér ef þú þarft einfalt daglegt kerfi sem gefur góðan raka og skilgreinir krullurnar án frizz. Þessi lína er til dæmis mjög góð fyrir þéttar / afró krullur. Kérastase - Curl Manifesto Kérastase – Curl Manifesto fyrir þurrt, viðkvæmt eða frizz-prónað hár. Lúxusblanda af manuka-hunangi og ceramíðum sem nærir, styrkir og mýkir hárið. Ceramide er einkaleyfisvarið innihaldsefni sem styrkir veikt hár, endurbyggir varnarhjúp þess og bætir getu hársins til að halda mikilvægum raka. Þegar þú vilt lúxus- og vísindalega umhirðu með hámarksglans og mjúkleika sem dregur úr frizz, nærir og styrkir. Redken All Soft Mega Curls Redken All Soft Mega Curls er sérstaklega þróuð fyrir þurrt, úfið og krullað hár sem vantar mýkt, raka og teygjanleika. Hún byggir á Nourish Complex frá Redken, sem sameinar rakagefandi náttúruleg innihaldsefni og styrkjandi prótein. Línan mýkir hárið, nærir djúpt og heldur krullunum fallega mótuðum og sveigjanlegum. Hentar þér ef hjárið er þurrt, úfið eða brothætt og þarfnast næringar og endurhleðslu. L’Oréal Professionnel – Curl Expression L’Oréal Professionnel – Curl Expression er hönnuð fyrir allar hárgerðir. Hún er háþróuð, fagleg hárvörulína sem var þróuð í samstarfi við leiðandi hárgreiðslumeistara til að mæta einstökum þörfum krullaðs og liðs hárs. Hún byggir á hugmyndinni um rakastýringu og mótun í jafnvægi, þar sem hárið fær nákvæmlega þann raka sem það þarf – hvorki of mikið né of lítið. Formúlurnar næra, styrkja og skilgreina krullur og bylgjur á náttúrulegan hátt, án þyngdar eða stífni.
Tíska og hönnun Hár og förðun Heilsa Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira