Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 14:03 Strætó er með fimmtán Yutong-rafmagnsvagna (t.h.) á sínum snærum. Jóhannes Rúnar, framkvæmdastjóri Strætó, (t.v.) segir framleiðandann lítið geta ráðskast með þá vegna þess að þeir séu af eldri gerð en vagnarnir í Skandinavíu. Vísir Kínverskir rafmagnsstrætisvagnar Strætó eru svo gamlir að framleiðandi þeirra getur fátt gert við þá úr fjarlægð annað en að stöðva þá. Danir og Norðmenn kanna nú öryggisbresti í kínversku vögnunum sem eru sagðir gera framleiðanda þeirra kleift að stjórna frá Kína. Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum. Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Norska almenningssamgöngufyrirtækið Ruter komst nýlega að því að Yutong-bílaframleiðandinn hefði aðgang að hugbúnaði í rafstrætisvögnum sínum sem þýddi að hann gæti meðal annars stöðvað þá og gert ónothæfa. Í Danmörku segjast menn nú vinna að því að loka þessari öryggisgloppu í kjölfar fréttanna frá Noregi. Hundruð vagna af Yutong-gerð eru í Danmörku og Noregi. Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur fimmtán Yutong-rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist hafa átt símafund með norskum og dönskum kollegum um málið, stöðuna og næstu skref. Engir vagnar hafi verið teknir úr umferð í Skandinavíu að honum vitandi. Yutong-vagnar Strætó eru frá 2018 og 2019, nokkuð eldri en þeir sem eru ráðandi í Danmörku og Noregi, að sögn Jóhannesar. Minna sé hægt að eiga við þá úr fjarlægð. „Þær upplýsingar sem við höfum er að það er mjög lítið annað hægt að gera en að stoppa þá ef eitthvað slíkt kemur upp. Það á á engan hátt að vera hægt að stýra þeim samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum,“ segir hann. Lítið mál að kveikja aftur á vögnunum YES-EU er umboðsaðili Yutong-rafmagsnvagnanna á Íslandi og í Skandinavíu. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU á Íslandi, segir eina sem framleiðandinn gæti mögulega gert við þessa eldri gerð vagna sem Strætó rekur væri að slökkva á rafhlöðu þeirra. „Í þeim ólíklegu aðstæðum að þeir myndu slökkva á batteríinu þá er ekkert mál að taka bara sim-kortið úr og setja búnað í til þess að kveikja á þeim aftur og þá er búið að klippa á Kínverjana,“ segir Hjalti við Vísi. Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri YES-EU ehf., umboðsaðila Yutong á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur Í vögnunum sé sendingarbúnaður sem sendir gögn til Kína til þess að framleiðandinn geti fylgst með sliti og gripið inn í fyrir bilanir. „Notendur vilja kannski frekar að þeir hafi aðgang að þessu af því að þeir eru að fylgjast með og koma í veg fyrir bilanir sem gætu orðið. Þetta er fyrirbyggjandi viðhald. Þannig að við höfum litlar áhyggjur af þessu, segir Hjalti. Skoða að fjarlægja sendingarbúnað og halda gögnunum í Evrópu Í kjölfar umfjöllunarinnar í Skandinavíu vinna Yutong og YES-EU nú að lausn þar sem sendingarbúnaðurinn yrði tekinn úr sambandi og nýr hugbúnaður settur í staðinn á vegum umboðsins. Þannig yrðu öll gögn úr vögnunum áfram innan Evrópu. Hjalti bendir á að það að framleiðendur geti átt við bíla einskorðist ekki við strætisvagna. Framleiðendur rafmagnsfólksbíla geti örugglega slökkt á þeim líka. „Þetta er náttúrulega aðeins nýtt í þessum rafbílum. Þetta eru bara keyrandi tölvur liggur við sem eru sítengdar,“ segir hann. YES-EU á Íslandi er í eigu Benedikts Gísla Guðmundssonar í gegnum félagið GT Group ehf. Það er með umboð fyrir Yutong-vögnunum á Íslandi, Skandinavíu og nokkrum Evrópulöndum.
Strætó Vistvænir bílar Kína Bílar Noregur Danmörk Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira