Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar 5. nóvember 2025 16:30 Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein lögðu bæjarfulltrúar í Ölfusi fram rökstudda og málefnalega áskorun um að ráðist verði tafarlaust í byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Ég vil þakka þeim fyrir greinargóða umfjöllun og styð þetta framtak af heilum hug. Fjölgun íbúa á efri árum og vaxandi þrýstingur á heilbrigðiskerfið eru staðreyndir sem við á Suðurlandi verðum að bregðast við með ábyrgum og markvissum hætti. Staðreyndirnar liggja fyrir – og þær kalla á aðgerðir Greiningar frá Hagstofu Íslands, samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi og fleirum sýna skýrt að á næstu árum þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á Suðurlandi umtalsvert. Núverandi áform duga ekki til að mæta þeirri þörf sem þegar hefur safnast upp, hvað þá þeirri sem blasir við þegar líður á næsta áratug. Við getum ekki látið viðgangast að tugir og hundruð einstaklinga bíði mánuðum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er hvorki mannúðlegt né samfélaginu sæmandi. Markvissari og stórtækari aðgerða er þörf í uppbyggingu hjúkrunarrýma og þær þurfa að hefjast núna. Sitjum ekki með hendur í skauti á forsendum kerfisins og einhverra meintra hindrana. Lausna er þörf núna. Þorlákshöfn er góður kostur Bæjarfulltrúar í Ölfusi benda á sérstöðu Þorlákshafnar sem staðsetningar fyrir næsta hjúkrunarheimili. Bærinn er í lykilstöðu, bæði gagnvart íbúum Suðurlands og við lausn þess sem kalla mætti fráflæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Nálægð við bráðaþjónustu, vaxandi samfélag með sterka innviði og þverpólitískur vilji til framkvæmda skapa kjöraðstæður til að ráðast í þetta mikilvæga verkefni. Sú staðreynd að nú þegar hefur verið úthlutað lóð undir 66-88 rými og samkomulag liggur fyrir við einkaaðila með reynslu og þekkingu á byggingu og rekstri hjúkrunarheimila, er ekki aðeins fagnaðarefni heldur líka skýr skilaboð: Þorlákshöfn er tilbúin. Nú þurfum við þingmenn að fylgja málinu eftir, vinna með sveitarfélaginu og þessum kröftugu aðilum sem vilja byggja hjúkrunarheimili og tryggja að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst. Forgangsmál Ég tek undir áskorun bæjarfulltrúanna til þingmanna Suðurlands og ég mun leggja mitt af mörkum til að þetta verkefni verði forgangsmál á Alþingi. Við eigum ekki að byggja heilbrigðisþjónustu framtíðar á biðröðum, neyðarrýmum og bráðabirgðalausnum. Við eigum að byggja hana á virðingu, fagmennsku og framtíðarsýn. Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn er ekki aðeins þörf, það er rétt ákvörðun. Það er fjárfesting í velferð fólks, í jöfnum tækifærum íbúa ólíkra landshluta og í heilbrigðu samfélagi þar sem enginn er skilinn eftir. Ég hlakka til að vinna áfram með sveitarfélaginu, samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og samstarfsfólki á Alþingi að því að þetta mikilvæga mál verði að veruleika. Höfundur er alþingismaður Suðurkjördæmis.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun