Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 13:22 Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar fagnar niðurstöðunni. Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining fagnar dómi Hæstaréttar, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi ekki brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19, þegar faraldur hans var á upphafsmetrunum. Hæstiréttur ógilti í morgun ákvörðun Persónuverndar frá 23. nóvember 2021 um meint brot Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala við söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs Covid-19. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Landsréttar og lagði til grundvallar að á tímabilinu 3 til 7. apríl 2020 hafi meðferð og varðveisla blóðsýna hjá ÍE alfarið verið í þágu Landspítalans. Hæstiréttur komst einnig að þeirri niðurstöðu að Persónuvernd hafi farið inn á valdsvið Vísindasiðanefndar, með því að leggja sjálfstætt mat á því hvort blóðsýnatakan hafi verið samkvæmt lögum um vísindarannsóknir þegar Vísindasiðanefnd hafði komist að gagnstæðri niðurstöðu um sama álitamál. Mikilvægt að ljóst sé hver ráði Í tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar segir að fyrirtækið telji mjög mikilvægt að úr þessu hafi verið skorið og nú sé ljóst hvaða stjórnvald fari með lögsögu um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði til framtíðar og að Persónuvernd geti ekki tekið ósamrýmanlegar stjórnvaldsákvarðanir um atriði sem að lögum falla undir valdsvið og lögsögu Vísindasiðanefndar. Einnig sé mikilvægt að það liggi ljóst fyrir hver séu skil heilbrigðis- og sóttvarnarráðstafana annars vegar og vísindarannsókna hins vegar, sér í lagi þegar aðsteðjandi heilbrigðisógn steðjar að. „Hæstiréttur telur að verulegar brotalamir hafi verið í málsmeðferð Persónuverndar. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að það hafi ekki verið samrýmanlegt rannsóknarskyldu Persónuverndar að byggja ákvörðun sína að verulegu leyti á misræmi sem að Persónuvernd taldi vera í gögnum málsins með þeim afleiðingum að ÍE og Landspítali bæru halla af. Dómurinn telur þetta brjóta gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.“ Máttu svara kallinu Þá segir að ÍE fagni niðurstöðu Hæstaréttar Íslands. Mikilvægt sé að einkafyrirtæki sem svari kalli stjórnvalda í almannavarnaástandi geti treyst því að stjórnvöld hafi fyrir því lögmætar heimildir. Ekki síst þegar fyrirtækið leggur til á annað hundrað starfsmanna, sérhæfðan og öflugan tækjabúnað, aðstöðu og vísindaþekkingu án endurgjalds. „ÍE og starfsfólk þess svaraði strax kalli stjórnavalda á hættulegum tímum. Það er því mikill léttir fyrir alla þá sem þar komu að verki, að nú hafi verið staðfest að sú vinna var lögmæt og framkvæmd á réttum forsendum.“ Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslensk erfðagreining Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Hæstiréttur ógilti í morgun ákvörðun Persónuverndar frá 23. nóvember 2021 um meint brot Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala við söfnun og vistun blóðsýna í upphafi heimsfaraldurs Covid-19. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Landsréttar og lagði til grundvallar að á tímabilinu 3 til 7. apríl 2020 hafi meðferð og varðveisla blóðsýna hjá ÍE alfarið verið í þágu Landspítalans. Hæstiréttur komst einnig að þeirri niðurstöðu að Persónuvernd hafi farið inn á valdsvið Vísindasiðanefndar, með því að leggja sjálfstætt mat á því hvort blóðsýnatakan hafi verið samkvæmt lögum um vísindarannsóknir þegar Vísindasiðanefnd hafði komist að gagnstæðri niðurstöðu um sama álitamál. Mikilvægt að ljóst sé hver ráði Í tilkynningu á vef Íslenskrar erfðagreiningar segir að fyrirtækið telji mjög mikilvægt að úr þessu hafi verið skorið og nú sé ljóst hvaða stjórnvald fari með lögsögu um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði til framtíðar og að Persónuvernd geti ekki tekið ósamrýmanlegar stjórnvaldsákvarðanir um atriði sem að lögum falla undir valdsvið og lögsögu Vísindasiðanefndar. Einnig sé mikilvægt að það liggi ljóst fyrir hver séu skil heilbrigðis- og sóttvarnarráðstafana annars vegar og vísindarannsókna hins vegar, sér í lagi þegar aðsteðjandi heilbrigðisógn steðjar að. „Hæstiréttur telur að verulegar brotalamir hafi verið í málsmeðferð Persónuverndar. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að það hafi ekki verið samrýmanlegt rannsóknarskyldu Persónuverndar að byggja ákvörðun sína að verulegu leyti á misræmi sem að Persónuvernd taldi vera í gögnum málsins með þeim afleiðingum að ÍE og Landspítali bæru halla af. Dómurinn telur þetta brjóta gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.“ Máttu svara kallinu Þá segir að ÍE fagni niðurstöðu Hæstaréttar Íslands. Mikilvægt sé að einkafyrirtæki sem svari kalli stjórnvalda í almannavarnaástandi geti treyst því að stjórnvöld hafi fyrir því lögmætar heimildir. Ekki síst þegar fyrirtækið leggur til á annað hundrað starfsmanna, sérhæfðan og öflugan tækjabúnað, aðstöðu og vísindaþekkingu án endurgjalds. „ÍE og starfsfólk þess svaraði strax kalli stjórnavalda á hættulegum tímum. Það er því mikill léttir fyrir alla þá sem þar komu að verki, að nú hafi verið staðfest að sú vinna var lögmæt og framkvæmd á réttum forsendum.“
Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Íslensk erfðagreining Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent