Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 10:01 Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu Bylgjan Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila. Algengi galla í nýbyggingum og staðan í byggingariðnaði var til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu, var til viðtals. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á byggingareftirliti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Garðar Atli sér kosti og galla við þá leið sem hafi komið til tals þar sem eftirlit yrði fært á hendur einkaaðila. „Ég persónulega sé að það eru kostir og gallar við þetta. Gallarnir eru aðallega að ég tel að stóru stofurnar verði einræðisherrar í þessu,“ segir Garðar. Það geti verið erfitt að fá samþykkt byggingaleyfi og getur tekið langan tíma að fá byggingarfulltrúa á staðinn til að gera öryggis- og lokaúttektir. „Ég held að þetta vandamál leysist ekki með því að færa þetta yfir á [verkfræði]stofurnar. Ég held að það verði bara meiri tímapressa og þetta taki ennþá meiri tíma með auknum kostnaði fyrir fólk í framkvæmdum,“ segir Garðar til að mynda um þá galla sem hann sér við fyrirkomulagið. Þannig geti að hans mat ferlið orðið dýrara. Hins vegar séu ákveðnir gallar á kerfinu eins og það er í dag, þótt það hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þáttarstjórnandi benti á að það hafi verið gagnrýnt að verktakar geti sjálfir ráðið til sín byggingastjóra sem geri úttektir og þannig geti verið erfitt fyrir byggingarstjóra að gagnrýna eða gera athugasemdir við verktakann sem síðan greiðir honum sjálfum laun. „Já, það er meingallað. Það er til dæmis kosturinn við að færa þetta yfir á einkaaðila, til dæmis eins og stofurnar, eða fólk eins og mig,“ segir Garðar. Eftirliti á hönnunarstigi ábótavant Hann taki undir með þeim sem hafa bent á að auka þurfi hönnunareftirlit. „Það kemur fram í grein sem ég las í gær að sjötíu prósent af göllum eru útaf ráðgjöf og eftirliti. Sem sagt hönnunargallar sem að skila sig út í framkvæmdirnar.“ Hönnunarferlið þurfi að hefjast fyrr og megi fá lengri tíma í undirbúningi. „Við erum að flýta okkur svo rosalega mikið. Við erum oft að hefja byggingar án þess að vera með klára hönnun,“ segir Garðar. Þáttarstjórnandi rifjaði upp að prófessor hjá háskólanum hafi sagt í viðtali við Bítið í síðustu viku um að 90% af nýbyggingum í dag séu gallaðar. Garðar telur að það megi að stórum hluta rekja til hönnunargalla og skorts á eftirliti. Græðgin sé einnig vandamál Spurður hvers vegna þessi staða sé uppi segist Garðar telja að rekja megi fljótfærnina sem viðgangist í byggingariðnaði og öllu því ferli megi rekja aftur til fjármálahrunsins. Þá hafi verið hér fjöldinn allur af ókláruðum og ófrágengnum byggingum sem þurfti einhvern veginn að klára. „Svo þegar sprengjan kom aftur og við þurftum að byggja meira þá fórum við að flýta okkur svo mikið. Og græðgin til að græða sem mest á sem skemmstum tíma var bara svo mikil,“ segir Garðar. Ríkisstjórnin kynnti sinn fyrsta húsnæðispakka í síðustu viku en Garðar segir að hljóð og mynd fari að sínu mati ekki að öllu leyti saman, til að mynda hvað varðar boðaða uppbyggingu fjögur þúsund nýrra íbúða í Úlfarsárdal. „Hvernig ætlarðu að koma öllum þessum nýju íbúum út á stofnæðina, hvar er Sundabrautin?“ Byggingariðnaður Húsnæðismál Reykjavík Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Algengi galla í nýbyggingum og staðan í byggingariðnaði var til umræðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Garðar Atli Jóhannsson, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Verkþekkingu, var til viðtals. Ríkisstjórnin hefur boðað breytingar á byggingareftirliti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila undir hatti óháðra skoðunarstofa. Garðar Atli sér kosti og galla við þá leið sem hafi komið til tals þar sem eftirlit yrði fært á hendur einkaaðila. „Ég persónulega sé að það eru kostir og gallar við þetta. Gallarnir eru aðallega að ég tel að stóru stofurnar verði einræðisherrar í þessu,“ segir Garðar. Það geti verið erfitt að fá samþykkt byggingaleyfi og getur tekið langan tíma að fá byggingarfulltrúa á staðinn til að gera öryggis- og lokaúttektir. „Ég held að þetta vandamál leysist ekki með því að færa þetta yfir á [verkfræði]stofurnar. Ég held að það verði bara meiri tímapressa og þetta taki ennþá meiri tíma með auknum kostnaði fyrir fólk í framkvæmdum,“ segir Garðar til að mynda um þá galla sem hann sér við fyrirkomulagið. Þannig geti að hans mat ferlið orðið dýrara. Hins vegar séu ákveðnir gallar á kerfinu eins og það er í dag, þótt það hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þáttarstjórnandi benti á að það hafi verið gagnrýnt að verktakar geti sjálfir ráðið til sín byggingastjóra sem geri úttektir og þannig geti verið erfitt fyrir byggingarstjóra að gagnrýna eða gera athugasemdir við verktakann sem síðan greiðir honum sjálfum laun. „Já, það er meingallað. Það er til dæmis kosturinn við að færa þetta yfir á einkaaðila, til dæmis eins og stofurnar, eða fólk eins og mig,“ segir Garðar. Eftirliti á hönnunarstigi ábótavant Hann taki undir með þeim sem hafa bent á að auka þurfi hönnunareftirlit. „Það kemur fram í grein sem ég las í gær að sjötíu prósent af göllum eru útaf ráðgjöf og eftirliti. Sem sagt hönnunargallar sem að skila sig út í framkvæmdirnar.“ Hönnunarferlið þurfi að hefjast fyrr og megi fá lengri tíma í undirbúningi. „Við erum að flýta okkur svo rosalega mikið. Við erum oft að hefja byggingar án þess að vera með klára hönnun,“ segir Garðar. Þáttarstjórnandi rifjaði upp að prófessor hjá háskólanum hafi sagt í viðtali við Bítið í síðustu viku um að 90% af nýbyggingum í dag séu gallaðar. Garðar telur að það megi að stórum hluta rekja til hönnunargalla og skorts á eftirliti. Græðgin sé einnig vandamál Spurður hvers vegna þessi staða sé uppi segist Garðar telja að rekja megi fljótfærnina sem viðgangist í byggingariðnaði og öllu því ferli megi rekja aftur til fjármálahrunsins. Þá hafi verið hér fjöldinn allur af ókláruðum og ófrágengnum byggingum sem þurfti einhvern veginn að klára. „Svo þegar sprengjan kom aftur og við þurftum að byggja meira þá fórum við að flýta okkur svo mikið. Og græðgin til að græða sem mest á sem skemmstum tíma var bara svo mikil,“ segir Garðar. Ríkisstjórnin kynnti sinn fyrsta húsnæðispakka í síðustu viku en Garðar segir að hljóð og mynd fari að sínu mati ekki að öllu leyti saman, til að mynda hvað varðar boðaða uppbyggingu fjögur þúsund nýrra íbúða í Úlfarsárdal. „Hvernig ætlarðu að koma öllum þessum nýju íbúum út á stofnæðina, hvar er Sundabrautin?“
Byggingariðnaður Húsnæðismál Reykjavík Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira