Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2025 21:44 Frá höfuðstöðvum Ríkisendurskoðunar. Vísir/Arnar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“ Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“
Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira