Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 08:02 Þórður Kristjánsson var innlyksa í rúma þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs. Vísir/Bjarni Áttræður maður sem sat fastur heima hjá sér ásamt eiginkonu í þrjá daga vegna slælegs snjómoksturs kveðst agndofa yfir góðmennsku annarra, eftir að ókunnugur maður mætti með skóflu og mokaði hjónin út. Hann hafi því komist í blómabúð í tilefni áttatíu ára afmælis eiginkonu hans. Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið. Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Líkt og fór ekki fram hjá mörgum byrjaði snjó að kyngja niður á suðvesturhorni landsins á mánudagskvöld í síðustu viku og snjóaði langt fram á þriðjudag. Götur Reykjavíkur fylltust af snjó og snjómoksturstæki borgarinnar fóru strax af stað. Þremur sólarhringum síðar voru enn húsagötur sem átti eftir að moka allar eða að hluta til, líkt og Seiðakvísl. Þar býr Þórður Kristjánsson, áttræður maður, ásamt eiginkonu sinni, innst í botlanga. Komust hvorki lönd né strönd „Þá komust við ekki héðan út hjónin. Hvorki lönd né strönd. Við erum búin að vera hérna innilokuð í þrjá og hálfan sólarhring. Hér er búið að moka eina bunu með stórri vél bara upp að húsi númer sjö. Það var ekki farið hérna sem á að gera. Þetta svíður okkur sem að búum hér efst,“ sagði hann í kvöldfréttum Sýnar síðastliðinn fimmtudag. Þórður sagði þau hjónin ekki hafa heilsu í að moka og bíllinn þeirra væri því fastur inni í skúr. Hann sagði þann hluta sem átti eftir að moka tilheyra Reykjavíkurborg. Hann hefði reynta að ná sambandi við einhvern þar sem sér um snjómokstur, án árangurs. Vildi ekki trufla ættingja og þurfti þess ekki Þórður sagðist ekki hafa viljað trufla ættingja sína og biðja um hjálp, þar sem þeir hefðu nóg um að vera. Hann væri vongóður um að gatan yrði mokuð sem fyrst en á innkaupalistanum væru meðal annars blóm fyrir eiginkonuna. „Af því hún er áttræð í dag þessi elska.“ Þórður setti sig í samband við fréttastofu í dag til þess að láta vita að hann hefði hvorki þurft að trufla ættingja né bíða eftir viðbrögðum borgarinnar. Skömmu eftir að fréttin fór í loftið á mánudag hafi maður bankað upp á í Seiðakvíslinni með skóflu í hönd. Sá hafi einhent sér í að moka planið með skófluna og handaflið ein að vopnum. Líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan var snjófarganið sem þurfti að moka ekki lítið. Annar kom á gröfu En Þórður segir ekki nóg með það heldur hafi annar maður komið í heimsókn daginn eftir, og það á gröfu. Sá hafi þurft frá að hverfa þar sem enginn hafi verið eftir snjórinn til að moka. Hann kveðst gjörsamlega agndofa yfir góðmennsku mannanna tveggja og segist að lokum hafa komist í blómabúð til þess að kaupa blóm fyrir afmælisbarnið.
Snjómokstur Reykjavík Færð á vegum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira