„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Páll Kristjánsson er lögmaður. Vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“ Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Fréttastofa greindi frá ákærunum í gær. Kona er ákærð fyrir uppflettingar í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, og karlmaður fyrir að láta koma fyrir hlerunarbúnaði í bifreið manns án dómsúrskurðar. Bæði neita sök. Að sögn formanns Landssambands lögreglumanna enda svipuð mál oftast með áminningu eða lögreglustjórasátt og kom það honum því á óvart að málin væru komin svo langt. Fleiri mál sem ekki er vitað af Páll Kristjánsson lögmaður segir það þurfa að efla eftirlit með lögreglu. „Ég held að það sé algjörlega ljóst. Í dag er starfandi nefnd um eftirlit með störfum lögreglu sem maður verður að engu móti var við í sínum störfum. Í kjölfar aðgerða, svona þvingunaraðgerða, til að mynda eins og í kjölfar hlerunar og hlustunar og skyggnirannsóknar, þá á að upplýsa sakborning. Miðað við hversu sárasjaldan maður sér slíkar tilkynningar, þá held ég að það sé veruleg brotalöm í þessum málum og ekki nægilega vel að þessu staðið,“ segir Páll. Heldur þú að það séu fleiri svipuð hlerunarmál sem við vitum kannski ekki af? „Ég held ég geti fullyrt svo.“ Vill betra eftirlit Páll segir lögregluna ekki rúna trausti, þó hann telji of oft gengið hart á rétt sakborninga. „Það gildir svo sem um lögreglu og allar aðrar stéttir þar sem menn eru að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar að langflestir vinna þetta vel og vandlega og gera þetta rétt. En í öllum stéttum eru svartir sauðir, ef þannig má að orði komast. Þá er ég ekkert að fullyrða um þessa tilteknu aðila enda þekki ég ekki málsatvik í þessu máli nægilega vel,“ segir Páll. „En þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Það má líkja þessu við þegar menn eru að fletta upp í sjúkraskrám og slíku. Menn eiga ekki að hafa aðgang. Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við. Það er alveg ljóst að það er ekki nægilega gott eftirlit með þessu. Ég held að það sé algjörlega á kristaltæru.“
Lögreglan Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira