Lífið

Með heims­fræg verk sín í sumar­bú­stað sem gerður er úr tveimur eldri húsum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinunn er með fjöldann allan af verkum í bústað þeirra hjóna undir Eyjafjöllum.
Steinunn er með fjöldann allan af verkum í bústað þeirra hjóna undir Eyjafjöllum.

Sumarbústaður myndhöggvarans Steinunnar Þórarinsdóttur er eins og listagallerí því þar er hún með nokkur af heimsþekktum verkum sínum.

Steinunn er ein af þekktustu listamönnum landsins í útlöndum. Verk hennar eru sammannleg og snerta okkur hvar sem við búum í heiminum.

Hún hefur fengið fjölda viðurkenninga og verðlauna bæði erlendis og hér heima og nú er komin út glæsileg bók með yfirliti yfir verk hennar undanfarna áratugi og sýning á nýjum verkum eftir hana.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Steinunni í síðustu viku á ævintýralegri vinnustofu hennar og skoðaði bæði ný og gömul verk ásamt verkunum frægu sem eru í sumarbústaðnum hennar.

Tvö ár í vinnslu

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það hafa liðið um tvö ár síðan ég byrjaði að hugsa um þetta og ræða við Þröst Helgason hjá Kind útgáfu um þessa bók. Fyrstu verkin í bókinni eru frá 1976. Þetta er næstum því fimmtíu ára ferill,“ segir Steinunn sem hefur sjálf gert upp gömul ásamt eiginmanni sínum Jóni Ársæli. 

Til að mynda hafa þau smíðað fallegan sumarbústað undir Eyjafjöllum sem samsettur er úr tveimur gömlum húsum, húsum sem í raun eru eins og listagallerí.

„Það er nokkuð skemmtilegt hvernig þetta er í raun orðið að hálfgerðu galleríi,“ segir Steinunn en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.