Lífið

Aniston hefur fundið ástina á ný

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jennifer Aniston birti fallega mynd af sér og kærastanum.
Jennifer Aniston birti fallega mynd af sér og kærastanum. Instagram

Leikkonan Jennifer Aniston opinberaði samband sitt við dáleiðarann Jim Curtis í gær þegar hún birti fallega mynd af þeim saman á Instagram í tilefni af 50 ára afmæli hans.

„Til hamingju með daginn ástin mín,“ skrifaði Aniston við myndina þar sem hún heldur utan um Curtis. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Aniston og Curtis ræða samband sitt opinberlega, en sögusagnir um þau hafa gengið síðan í júlí. Þá sáust þau saman í fríi á snekkju á Mallorca með vinum Aniston, þar á meðal Jason Bateman og Amy Schumer.

Áður höfðu þau átt í samskiptum á samfélagsmiðlum, þar sem Curtis setti hjarta og vöðva-tjákn við æfingamyndband Aniston í apríl.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aniston finnur ástina. Hún giftist leikaranum Brad Pitt árið 2000, en samband þeirra lauk árið 2005. Þau giftust í Malibu og voru eitt heitelskaðasta par Hollywood á sínum tíma.

Aniston byrjaði með leikaranum Justin Theroux árið 2011 eftir að þau kynntust við tökur á myndinni Wanderlust. Leikarinn bað Aniston um að giftast sér á 41. afmælisdegi hennar í New York í febrúar 2012. Þau gengu í hjónaband við leynilega athöfn heima hjá sér í Bel Air í ágúst 2015. Tveimur og hálfu ári síðar skildu þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.