Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:16 Justin Dean, leikmaður Los Angeles Dodgers, hleypur að boltanum sem hafði fest undir veggnum. Samkvæmt reglum þurfti þá að stöðva leikinn. Getty/Gregory Shamus Við fáum leik hinn rómaða og ofurvinsæla leik sjö í World Series 2025, hreinan úrslitaleik á milli Los Angeles Dodgers og Toronto Blue Jays um bandaríska hafnaboltatitilinn í ár. Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025 Hafnabolti Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025
Hafnabolti Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira