Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:16 Justin Dean, leikmaður Los Angeles Dodgers, hleypur að boltanum sem hafði fest undir veggnum. Samkvæmt reglum þurfti þá að stöðva leikinn. Getty/Gregory Shamus Við fáum leik hinn rómaða og ofurvinsæla leik sjö í World Series 2025, hreinan úrslitaleik á milli Los Angeles Dodgers og Toronto Blue Jays um bandaríska hafnaboltatitilinn í ár. Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025 Hafnabolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira
Þetta varð ljóst í nótt þegar leikmenn Dodgers knúðu fram oddaleik og jöfnuðu metin í einvíginu í 3-3. Oddaleikurinn um titilinn fer fram í kvöld og er sýndur beint á SÝN Sport Viaplay. „Oddaleikur. Ótrúlegt,“ sagði Enrique Hernandez, leikmaður Dodgers, sem átti stóran þátt í að tryggja oddaleikinn. „Þetta er það sem okkur hefur dreymt um síðan við vorum litlir krakkar.“ Leikmenn Dodgers voru samt nálægt því að tapa leiknum í nótt og þar með titlinum. Blue Jays voru í frábærri stöðu í níundu lotunni, reyndar 3-1 undir í leiknum, en komnir með tvo hlaupara í skorunarstöðu og gátu því bæði jafnað metin og tekið forystuna. Justin Dean, leikmaður Dodgers, sýndi þá útsjónarsemi með því að taka ekki upp boltann sem festist undir útivallarveggnum. Það þýddi að dómararnir þurftu að stöðva leikinn. Ringulreið var allsráðandi eftir að boltinn festist en Dean kom að og lyfti höndum til að vekja athygli á boltanum sem hafði festst. Hernandez, sem hafði upphaflega einnig lyft höndum, hljóp að og byrjaði að öskra á Dean að grípa boltann og kasta honum inn á völlinn því leikmenn Blue Jays voru að hlaupa um hafnirnar. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) „Ég var bara að öskra á hann að ná í boltann og kasta honum inn,“ sagði Hernandez. Á meðan hafði dómarinn John Tumpane stöðvað leikinn um leið þegar hann sá boltann fastan undir púðanum. Áhorfendur æptu, sannfærðir um að þeir hefðu séð Blue Jays jafna leikinn með tveggja stiga heimahlaupi. Þau voru ekki gild þar sem leikurinn var stöðvaður. „Ég hef verið hér lengi en ég hef aldrei séð bolta festast. Við vorum bara óheppnir þarna,“ sagði John Schneider, framkvæmdastjóri Blue Jays. Í stað þess að Blue Jays-liðið skoraði náðu Dodgers-menn að endurstilla liðið sitt. Þeir settu inn nýjan kastara og náðu að klára leikinn án þess að leikmenn Blue Jays skoruðu. Við fáum því oddaleik, viðeigandi niðurstöðu á einvígi sem hefur verið stútfullt af dramatískum augnablikum og framúrskarandi frammistöðu. „Hafnaboltinn á skilið oddaleik,“ sagði Hernandez. „Þetta hefur verið frábær, frábær World Series. Sú staðreynd að við fáum oddaleik er vel verðskulduð.“ FULL BOTTOM OF THE 9TH: The @Dodgers sent us to Game 7 with an unforgettable #WorldSeries moment 😤 pic.twitter.com/Me1J0YbpaL— MLB (@MLB) November 1, 2025
Hafnabolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Sjá meira