Reiði meðal lögreglumanna Eiður Þór Árnason skrifar 31. október 2025 19:33 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segist margoft hafa beðið um aukið fjármagn í löggæslu og fengið litlar undirtektir. Vísir/Arnar Formaður Landssambands lögreglumanna segir reiði gæta meðal lögreglumanna eftir að fram kom að ríkislögreglustjóri hafi greitt 160 milljónir króna til ráðgjafa yfir fimm ára tímabil. Málið rýri traust almennings til lögreglunnar og hann hefði viljað sjá upphæðina nýtta á betri hátt innan vanfjármagnaðra lögregluembætta. Fljótlega eftir að greint var frá málinu bárust fréttir af uppsögnum hjá embætti ríkislögreglustjóra og fjárhagsvandræðum þar. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að honum hafi verið tjáð að ekki sé verið að segja upp lögreglumönnum heldur fimm eða sex sérfræðingum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Heildartalan sé á reiki og þá einkum í ljósi þess að tekin var ákvörðun um að endurráða ekki í vissar stöður. Misjafnt sé hvort þau stöðugildi séu talin með í uppsagnartölunni eða ekki. „Auðvitað horfir það alltaf illa við manni þegar verið er að segja upp fólki og sérstaklega þegar þessi frétt kemur um þennan ráðgjafa sem var á þessum launum,“ sagði Fjölnir í kvöldfréttum Sýnar. Áðurnefndur ráðgjafi er Þórunn Óðinsdóttir en hún er eini starfsmaður Intru ráðgjafar. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk, íhuga uppsetningu á píluspjaldi, og sjá um flutninga embættisins frá Skúlagötu yfir á Rauðarárstíg vegna myglu. Þórunn rukkaði tæpar 36.000 krónur fyrir hverja vinnustund. „Ég hef gert grín að því að ef ég myndi senda rannsóknarlögreglumann í morð um miðja nótt þá myndi það kosta svona 6.500 á tímann. Þannig að okkur finnst þetta slæmur samanburður,“ segir Fjölnir. Rýri klárlega traust Honum þykir málið rýra traust til lögreglunnar og ríkislögreglustjóra hljóti að vera sama sinnis. Bæði hafi lögreglumenn fengið athugasemdir um málið frá fólki á vettvangi og sendar í skilaboðum. „Þetta bitnar á öllum lögregluembættum á landinu.“ „Það hefur verið dálítil reiði meðal lögreglumanna um að þetta bitni á þeim. Ég las þetta minnisblað [dómsmála]ráðuneytisins og þar stendur að ríkislögreglustjóraembættið sé illa rekið og skorti eitthvað á stjórnsýslu og hver sé að benda á annan,“ bætir Fjölnir við. Þessi niðurstaða sé áfall fyrir lögreglumenn. Erfitt að horfa upp á greiðslurnar og vanfjármagnaða lögreglu Fjölnir viðurkennir að mál ráðgjafans líti illa út í samhengi við reglulega umræðu um vanfjármögnun lögreglunnar. „Ég er auðvitað í því hlutverki að ég er alltaf að biðja embættið um að eyða meiri peningum í löggæslu og ráða fleiri lögreglumenn.“ Þá sé svarið alltaf að það sé ekki hægt vegna niðurskurðar. Víða um landi skorti menntaða lögreglumenn en á sama tíma hafi fjölgað um 107 starfsmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra á árunum 2020 til 2024, samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins. „Það hefur ekkert embætti stækkað jafn mikið. Það er kannski skýringin á þessum mikla kostnaði,“ segir Fjölnir og vísar til þess að embættið hafi eytt um efni fram. Gögnin sýni að þegar ráðuneytið beini því til ríkislögreglustjóra að fara ekki út fyrir fjárheimildir séu viðbrögðin þau að vandamálið sé ekki kostnaðurinn heldur skortur á fjármagni frá ráðuneytinu. Ríkislögreglustjóri hefur farið fram úr fjárheimildum síðustu ár.Vísir/Sigurjón „Þetta er auðvitað dálítið einkennileg togstreita á milli ráðuneytis og ríkislögreglustjóra að ríkislögreglustjóri segi bara: „Jah, ég er búinn að eyða peningunum, þið bara létuð mig ekki fá nóg.“ Þannig að mönnum fannst þetta skrýtið.“ „Ég hef ekki verið yfir ríkisstofnun og veit ekki alveg hvernig þetta virkar, nema að ég er alltaf að biðja þá um að fjármagna lögregluna og ég hefði viljað sjá 160 milljónir fara í fleiri lögreglumenn,“ bætir Fjölnir við og vísar þar til upphæðarinnar sem greiddar voru fyrir þjónustu Intra ráðgjafar. Gefur ekki upp hvort hann vilji Sigríði burt Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri gaf út í dag að hún hafi ekki íhugað afsögn vegna málsins. Fjölnir vill ekki tjá sig um hvort hann vilji sjá hana fara og vísar til þess að það hafi ekki verið rætt formlega í stjórn Landssambands lögreglumanna. Misjafnar skoðanir séu meðal stjórnarmanna. „Ég veit að Sigríður Björk er skynsöm kona og ég hef átt gott samstarf við hana. Auðvitað hefur hún íhugað það, hún er bara að segja að hún ætli ekki að gera það. En auðvitað hlýtur hún að hafa hugsað um það og hugsað um stöðu ríkislögreglustjóra og allrar lögreglunnar. En hún segist hafa tekið þá ákvörðun að segja ekki af sér en ég trúi ekki öðru en það hafi nú ekki farið í gegnum hugann allavega.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Tengdar fréttir Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. 31. október 2025 14:40 Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. 31. október 2025 14:28 Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. 31. október 2025 13:40 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Fljótlega eftir að greint var frá málinu bárust fréttir af uppsögnum hjá embætti ríkislögreglustjóra og fjárhagsvandræðum þar. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að honum hafi verið tjáð að ekki sé verið að segja upp lögreglumönnum heldur fimm eða sex sérfræðingum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Heildartalan sé á reiki og þá einkum í ljósi þess að tekin var ákvörðun um að endurráða ekki í vissar stöður. Misjafnt sé hvort þau stöðugildi séu talin með í uppsagnartölunni eða ekki. „Auðvitað horfir það alltaf illa við manni þegar verið er að segja upp fólki og sérstaklega þegar þessi frétt kemur um þennan ráðgjafa sem var á þessum launum,“ sagði Fjölnir í kvöldfréttum Sýnar. Áðurnefndur ráðgjafi er Þórunn Óðinsdóttir en hún er eini starfsmaður Intru ráðgjafar. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk, íhuga uppsetningu á píluspjaldi, og sjá um flutninga embættisins frá Skúlagötu yfir á Rauðarárstíg vegna myglu. Þórunn rukkaði tæpar 36.000 krónur fyrir hverja vinnustund. „Ég hef gert grín að því að ef ég myndi senda rannsóknarlögreglumann í morð um miðja nótt þá myndi það kosta svona 6.500 á tímann. Þannig að okkur finnst þetta slæmur samanburður,“ segir Fjölnir. Rýri klárlega traust Honum þykir málið rýra traust til lögreglunnar og ríkislögreglustjóra hljóti að vera sama sinnis. Bæði hafi lögreglumenn fengið athugasemdir um málið frá fólki á vettvangi og sendar í skilaboðum. „Þetta bitnar á öllum lögregluembættum á landinu.“ „Það hefur verið dálítil reiði meðal lögreglumanna um að þetta bitni á þeim. Ég las þetta minnisblað [dómsmála]ráðuneytisins og þar stendur að ríkislögreglustjóraembættið sé illa rekið og skorti eitthvað á stjórnsýslu og hver sé að benda á annan,“ bætir Fjölnir við. Þessi niðurstaða sé áfall fyrir lögreglumenn. Erfitt að horfa upp á greiðslurnar og vanfjármagnaða lögreglu Fjölnir viðurkennir að mál ráðgjafans líti illa út í samhengi við reglulega umræðu um vanfjármögnun lögreglunnar. „Ég er auðvitað í því hlutverki að ég er alltaf að biðja embættið um að eyða meiri peningum í löggæslu og ráða fleiri lögreglumenn.“ Þá sé svarið alltaf að það sé ekki hægt vegna niðurskurðar. Víða um landi skorti menntaða lögreglumenn en á sama tíma hafi fjölgað um 107 starfsmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra á árunum 2020 til 2024, samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins. „Það hefur ekkert embætti stækkað jafn mikið. Það er kannski skýringin á þessum mikla kostnaði,“ segir Fjölnir og vísar til þess að embættið hafi eytt um efni fram. Gögnin sýni að þegar ráðuneytið beini því til ríkislögreglustjóra að fara ekki út fyrir fjárheimildir séu viðbrögðin þau að vandamálið sé ekki kostnaðurinn heldur skortur á fjármagni frá ráðuneytinu. Ríkislögreglustjóri hefur farið fram úr fjárheimildum síðustu ár.Vísir/Sigurjón „Þetta er auðvitað dálítið einkennileg togstreita á milli ráðuneytis og ríkislögreglustjóra að ríkislögreglustjóri segi bara: „Jah, ég er búinn að eyða peningunum, þið bara létuð mig ekki fá nóg.“ Þannig að mönnum fannst þetta skrýtið.“ „Ég hef ekki verið yfir ríkisstofnun og veit ekki alveg hvernig þetta virkar, nema að ég er alltaf að biðja þá um að fjármagna lögregluna og ég hefði viljað sjá 160 milljónir fara í fleiri lögreglumenn,“ bætir Fjölnir við og vísar þar til upphæðarinnar sem greiddar voru fyrir þjónustu Intra ráðgjafar. Gefur ekki upp hvort hann vilji Sigríði burt Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri gaf út í dag að hún hafi ekki íhugað afsögn vegna málsins. Fjölnir vill ekki tjá sig um hvort hann vilji sjá hana fara og vísar til þess að það hafi ekki verið rætt formlega í stjórn Landssambands lögreglumanna. Misjafnar skoðanir séu meðal stjórnarmanna. „Ég veit að Sigríður Björk er skynsöm kona og ég hef átt gott samstarf við hana. Auðvitað hefur hún íhugað það, hún er bara að segja að hún ætli ekki að gera það. En auðvitað hlýtur hún að hafa hugsað um það og hugsað um stöðu ríkislögreglustjóra og allrar lögreglunnar. En hún segist hafa tekið þá ákvörðun að segja ekki af sér en ég trúi ekki öðru en það hafi nú ekki farið í gegnum hugann allavega.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Tengdar fréttir Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. 31. október 2025 14:40 Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. 31. október 2025 14:28 Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. 31. október 2025 13:40 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. 31. október 2025 14:40
Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. 31. október 2025 14:28
Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. 31. október 2025 13:40